Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Niðurstöður kregðuskimunar í sláturhúsum 2016.
Niðurstöður kregðuskimunar í sláturhúsum 2016.
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Höfundur: Dr. Björn Steinbjörnsson 

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Mycoplasma ovipneumoniae, hér eftir nefndur Movi). Berfrymingar valda sjúkdómum í fólki, dýrum, fiskum, skordýrum og plöntumÞeir  eru út um allt í náttúinni og eru minnsta bakterían sem greinst hefur án frumuveggjar. Líkleg er, að Movi hafi borist hingað með landnámsfénu. Hann getur valdið skyndilegum dauða en oftar þrálátum sýkingum í sauðfé á öllum aldri. Einkennin í byrjun eru hósti (lambahósti), slappleiki (vægur sótthiti) og útferð úr nös. Lömbin minnka átið og þrífast illa. Sýktir einstaklingar þroskast hægar en heilbrigðir, verða minni eða leggja af og ullarvöxtur raskast (snöggir á mjóhrygg). Sjókdómurinn orsakar  afurðartjón hjá sauðfjárbændum sem kemur fram í minni sláturvigt, brjósthimnubólgum, ígerðum í barka, lungum, brjótholi og liðabólgum. Sýktar fullorðnar ær geta drepast skyndilega yfir vetrartímann eða lömb vantað af fjalli. Ær endast illa, verða ekki gamlar. Movi veldur bælingu ónæmiskerfisins og ryður brautina fyrir ýmsa afleidda sjúkdóma (t.d. lungnapestarsjúkdóma o. fl.).

Movi var fyrst greindur á Nýja-Sjálandi1974. Rannsóknir NF. Friis, Páls A. Pálssonar og Guðmundar Péturssonar 1976 staðfestu tilvist Movi í íslensku sauðfé.  Kind sem smitast af kregðu, verður hýsill sýkilsins  ævilangt og smitar eftir það út frá öndunarveginum aðra einstaklinga svo lengi sem hún tórir. Þannig berst smitið frá móður til afkvæmis strax eftir fæðingu. Hún er smitberi alla sína ævi.

Útbreiðsla

Kregða er útbreidd út um allt land og finnst í öllum sauðfjárveikivarnarhólfum  nema í Grímseyjarhólfi og Vestmanneyjarhólfi þaðan sem engin sýni bárust. Fjöldi býla í varnarhólfum sem sýnt er á mynd 1, segir ekkert til um sýkingarhættu í umræddu hólfi, heldur hvaðan og hve mörg sýni voru skoðuð í rannsók sem framkvæmd var 2016. .

Ráðist var í þessa rannsókn í sláturtíð 2016 eftir að sýni voru tekin úr öndunarfærum lambhrúts í hjörð bændanna að Höfnum á Skaga. Hjörðin sýndi einkenni kregðusmits eins og  fyrr hefur verið lýst. Hrúturinn drapst á milli jóla og nýárs 2015 er undirritaður var staddur í jólafríi á Sauðárkróki. Sýni voru tekin úr lunga, barka og nefholum  samkv. sjóngreiningu, sett í Friis-lausn og næsta flug tekið til Dýralæknaháskólans í Hannover, Þýskalandi. Þar voru sýnin afhent vísindamönnum við  örverufræðideild skólans til greiningar. Niðustöður bárust  2 vikum seinna. Þær leiddu í ljós kregðusýkingu á háu stigi með Þremur mismunandi stofnum.

Áður, eða haustð 2013, skoðaði ég kerfisbundið lungu í sláturhúsunum á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki (var þá hérðasdýralæknir í Norðvesturumdæmi) ásamt aðstoðarfólki mínu  vegna gruns um kregðusýkingu. Þetta var gert samfara almennri heilbrigðisskoðun sláturafurða í haustslátrun. Grunur um kregðusýkingu í sláturhjörðum (aðallega lömbum en einnig í fullorðnum ám) var skráður hjá 252 búum í varnarhólfunum 1-10, 13 og 21.

Eftir að sýklaræktun við Dýralæknaháskólann í Hannover staðfesti sjóngreiningu dýralæknis, varð mönnum ljóst, að hægt væri að kortleggja útbreiðslu sjúkdómsins á landsvísu. Var þessi hugmynd borin undir þáverandi yfirdýralækni Sigurborgu Daðadóttur, Halldór Runólfsson fyrrverandi yfirdýralækni og Sigurgeir Þorgeirsson fyrrverandi formann Bændasamtaka Íslands. Þeir Halldór og Sigurgeir störfuðu þá báðir í Matvælaráðueytinu. Þetta heiðursfólk tók hugmyndinni vel og úr varð, að gengið var til samninga við örverufræðdeild Dýralæknaháskólans í Hannover um að sjá um rannsóknarþáttinn. Send voru 77  sýni til rannsóknar. 15 sýni misfórust í flutningi. Úr 62 sýnum ræktuðust lifandi kregðubakteríur. Jákvæð sýni voru síðan áframsend í stofngreiningu til örverufæðideildar Dýralæknaháskólans í Vín . Sú rannsókn leiddi í ljós, að fjölbreytileiki stofna var mikill. Stofnarnir greindust í tvær ættkvíslir sem voru út af sömu ætt. Þeir voru því skyldir. Nú var kominn efniviður til að búa til kregðubóluefni. Galdurinn var, að velja réttu stofnana í bóluefnið sem átti að nota.

Kregðubóluefnið

Líkleg ástæða fyrir því, að yfirvöld samþykktu að leggja útí kosnað við söfnun og rannsókn lungnasýna til greiningar á Movi, var væntanlega ákall sauðfjárbænda um úrbætur vegna vöntunar fjár af fjalli og afurðartjóns í sláturhúsi. Þar sem Movi-bakterían er án frumuveggjar, er meðhödlun sjúkra einstaklinga með sýklalyfjum erfið. Því var bólusetning talin fýsilegur kostur. Sumarið 2016 var þýska fyrirtækið VAXXINOVA fengið til að útbúa tilraunabóluefni gegn kregðusýkingu. Síðar tók bóluefnisframleiðandinn ANICON við að framleiða bóluefni gegn kregðusýkingu. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum var fengin til að framkvæma tilraunabólusetningu. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú, að vegna margra vafaatriða væri ekki tímabært að halda tilraunabólusetningum áfram að sinni. Það að niðurstöður þessarar rannsóknar skiluðu ekki árangri má rekja til óvenjulegrar aðferðafræði við bólusetningu og skorts á mælingu þeirra þátta (mótefnamælingar) sem segja til um hvort bóluefnið virkar eða ekki. Til þess að mæla virkni bóluefnis þarf s.k. elísupróf sem greinir mótefni eða vaka í líkamsvökvum með mótefnatengdu ensími sem breytir litlausu hvarfefni í litað myndefni. Þessi mæling fór aldrei fram. Ef til vill hefði þær mælingar, ef þær hefðu verið framkvæmdar, ekki breytt niðurstöðu rannsóknarinnar því bólusetningin sjálf var framkvæmd á óhefðbundinn hátt. Fullorðnar ær voru bólusettar einu sinni þremur vikum fyrir burð og lömb tvisvar sinnum með þriggja vikna millibili. Þegar bólusett er í fyrsta skipti, þ.e. grunnbólusett, skal bólusetja tvisvar sinnum með 4-6 vikna millibili eða jafnvel lengur. Það er vegna þess, að við bólusetningu (ónæmisræsingu) örvast s.k. B-eitilfrumur sem er undirtegund eitilfrumna. Þær má finna í blóði og eru forstig plasmafrumna sem mynda mótefnin. Plamafrumurnar tjá á yfirborði sínu mótefni, sem bindast aðkomnum mótefnavökum (sjúkdómsvöldum) og hemja þá. Þessar B-eitilfrumur þurfa vissan tíma til að þroskast og umbreytast þá við áreyti í plasmafrumur sem framleiða mótefni. Fjórar vikur eru taldar lámarkstími áður en gefa skal seinni bólusetningarsprautu í grunnbólusetningu. Fyrr eru ekki nægilega margar þroskaðar B-eitilfrumur  til staðar í blóði sem geta umbreytt sér í plasmafrumur. Til að viðhalda þessari vörn sem grunnbólusetningin gefur, þarf að gefa örvunarsprautu eftir vissan tíma, oftast árlega. Til þess að övunarsprauta virki nægilega vel, þarf grunnbólusetning að vera framkvæmd samkvæmt viðurkenndri aðferð. Ég teldi ráðlegt, að hefja umræðu um framkvæmd bólusetninga almennt á sauðfjárbúum. Hugsanlega eru víða brestir í framkvæmd grunnbólusetningar.

Virkar bóluefnið?

Vigtartölur sauðfjár Bjarna Bjarnasonar, Brekku/Hlíð, 781 Höfn í Hornafirði árin 2019-2025. Vigtaðar voru 2. vetra ær og eldri. Á tímabilinu var tvisvar sinnum gerð breyting á bóluefninu 2021 og 2023.

Movi-1: 3 kregðustofnar, bólusett til 2020 / Movi-2: 6 kregðustofnar, bólusett 2021+2 / Movi Plus: 6 kregðustofnar og 2 lungnapestarstofnar, 2023.

Bjarni bóndi í Hlíð í Lóni sendi mér þessar vigtartölur. Hann er þrautreyndur rúningsmaður og skólaður frá tilraunabúinu á Hesti. Hann vigtar fé sitt árlega í október, janúar og í apríl. Það hefur hann gert í áratugi. Hann vigtar féð alltaf á sama mánaðardegi, segir að annars sé það ekki marktækt (gæti hafa haft þetta eftir Halldóri Pálssyni). Ég treysti þessum tölum. Þær sýna þyngdaraukningu hjá ánum í hjörðinni á sjö ára tímabili frá því að þær voru grunnbólusettar í janúar/mars 2019. Að sögn Bjarna mældist meðalþynd 228 kinda 10. janúar 2003, 69,9 kg. Eftir það fór hún lækkandi ár frá ári, mest á árunum 2009-2019.    Samkvæmt þessum upplýsingum má áætla, að kregðusýkingin hafi hægt og bítandi verið að koma sér fyrir í hjörðinni hjá honum. Eftir því sem fleiri kindur sýktust (Movi er bráðsmitandi), þá lækkaði meðalvigt hjarðarinnar. Ég hef tekið eftir batnandi heilsufari sauðfjárhjarða sem ég bóluset árlega. Gott heilsufar er undirstaða góðra afurða í sauðfjárbúskap.

Elísuprófið og PCR-próf

Elísupróf mælir mótefni í blóði bólusettra einstaklinga sem hemja virkni smitandi sjúkdómsvalda. Það hefur verið ófánlegt hingað til. Nú þegar elísuprófið er að verða tilbúið útí Hannover ásamt s.k. PCR-prófi, þá verður hægt að mæla hvort bólusettar hjarðir hafi náð hjarðónæmi eða ekki. Það er grundvöllur þess,  að það megi fara að vinda ofan af bólusetningu hjá elstu ánum.

Rannsóknarsjóður sauðfjárræktarinnar hefur síðan 2018 stutt íslenskar kregðurannsóknir við sauðfjársjúkdómadeild Dýralæknaháskólans í Hannover.

Höfundur er dýralæknir og stundar kregðurannsóknir við Dýralæknaháskólann í Hannover, Þýskalandi.

Skylt efni: sauðfjárrækt | kregða

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...