Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi
Fréttir 21. júlí 2015

Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sameinuðu þjóðirnar og Unesco krefjast þess að námuvinnsla og skógarhögg, sem stunduð hafa verið, verði tafarlaust stöðvað á landsvæði í Tasmaníu sem er á heimsminjaskrá Unesco.

Í Tansaníu eru um 1,5 milljónir  hektara lands á heimsminjaskrá Unesco og þar af eru 20 prósent landsins í þjóðareigu. Í kröfunni er farið fram á að námuvinnsla og skógarhögg verði tafarlaust stöðvað á svæðinu og að stjórnvöld í landinu endurhugsi hvernig nýta megi landið með friðun þess í huga.

Stjórnvöld í Tansaníu viðruðu nýlega þá hugmynd að veita leyfi til skógarhöggs á um 200.000 hekturum lands á svæði sem er á heimsminjaskrá Unesco. Þar af er 12 prósent landsins þjóðareign. Innan svæðisins er að finna fornminjar, frumskóga, vötn og ár auk búsvæða frumbyggja landsins.

Einnig eru uppi hugmyndir um að opna önnur svæði fyrir ferðamönnum með því að leggja vegi og byggja hótel til að örva efnahag landsins. Í greinargerð vegna kröfunnar segir að stjórnvöldum í Tansaníu hafi gersamlega mistekist að standa vörð um svæðið sem er á heimsminjaskrá Unesco og að verði svæðið opnað fyrir auknu skógarhöggi og námuvinnslu verði um stórfellda eyðileggingu á sameiginlegum menningar- og náttúruminjum mannkyns að ræða.

Á síðasta ári gerðu yfirvöld í Ástralíu tilraun til að taka 70.000 hektara út af heimsminjaskránni með það í huga að hefja námuvinnslu á svæðinu. Beiðninni var alfarið hafnað.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f