Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurjón Andrésson.
Sigurjón Andrésson.
Fréttir 5. júlí 2022

Kraftur og sjálfsbjargarviðleitni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og hóf störf þann 1. júlí.

Hann hefur starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.

„Eins og gefur að skilja stend ég auðmjúkur frammi fyrir því trausti sem mér er sýnt með því að vera ráðinn í þetta starf. Ég hlakka til að flytja á Höfn og starfið leggst mjög vel í mig. Ég er geysilega spenntur fyrir nýjum áskorunum. Það eru metnaðarfull markmið sem koma fram í nýjum málefnasamningi og ég veit að það eru mikil tækifæri fram undan hjá sveitarfélaginu.

Fyrir utan það að kynnast nýjum vinnustað, rekstrinum og samfélaginu betur, þá munum við fara strax í að brjóta nýjan málefnasamning upp og forgangsraða verkefnum. Það verður mikilvægt að gera hlutina í réttri röð á næstu misserum og á hraða sem sveitarfélagið ræður við.

Það er af nægu að taka hvað varðar stór og mikilvæg verkefni hjá okkur á næstu misserum. Eitt af þeim verkefnum er að taka á móti höfuðstöðvum Vatnajökulsþjóðgarðs til Hornafjarðar. Flutningurinn er rökrétt og góð ákvörðun hjá núverandi stjórnvöldum og skiptir okkur sem búum og störfum í mestu nábýli við jökulinn miklu máli.

Styrkleikar sveitarfélagsins Hornafjarðar eru íbúarnir. Samfélagið einkennist af krafti og sjálfsbjargarviðleitni. Fólk hefur alla tíð þurft að bjarga sér sjálft og það býr í fólki mikið frumkvæði til einmitt þess. Öflugt atvinnulíf til sjávar og sveita ásamt blómlegu mannlífi hefur ekki komið að sjálfu sér og við horfum björtum augum til framtíðar og þeirra verkefna sem bíða okkar.

Okkar áskoranir felast meðal annars í að styrkja innviði og efla grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Við viljum eiga lifandi samtal við íbúa og munum stórefla upplýsingagjöf til þeirra. Við ætlum að vaxa og dafna, en á sama tíma tryggja að reksturinn standi undir sér og sé áfram ábyrgur.

Að okkar mati þarf einnig að skilgreina betur hver ber ábyrgð af kostnaði sem stefnumarkandi ákvarðanir ríkisins hafa haft í för með sér á fjárhag sveitarfélaga. Okkur er sniðinn mun þrengri stakkur í öflun tekna en ríkinu og samtal um þetta mun verða fyrirferðarmikið hjá sveitarfélögunum á næstu árum að okkar mati,“ segir Sigurjón.

Sveitarfélagið nær frá Skeiðarársandi í vestri að Hvalnesskriðum í austri og þar búa um 2.500 manns. Höfn í Hornafirði er eini þéttbýliskjarninn. Í sveitarfélaginu er fjölbreytt atvinnulíf en undirstöðuatvinnugreinarnar eru sjávarútvegur, ferðaþjónusta og landbúnaður.

Skylt efni: nýjir sveitastjórar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...