Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ályktun baráttufundar Samtaka ungra bænda fyrir launum og lífi í sveitum landsins var samþykkt með dynjandi lófataki. Hér endar Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, vel heppnaðan fund.
Ályktun baráttufundar Samtaka ungra bænda fyrir launum og lífi í sveitum landsins var samþykkt með dynjandi lófataki. Hér endar Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, vel heppnaðan fund.
Mynd / ÁL
Líf og starf 3. nóvember 2023

Kraftur í ungum bændum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtök ungra bænda (SUB) boðuðu til baráttufundar undir yfirskriftinni Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita. Erindið var rekstrarumhverfi landbúnaðar á Íslandi, sem samtökin segja kominn að fótum fram.

Í ályktun, sem samþykkt var í lok fundar, segir að ungir bændur standi frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og engin tækifæri séu fyrir ungt fólk sem vilji komast í greinina. Eðlileg nýliðun sé forsenda áframhaldandi landbúnaðar í landinu og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Ályktunin endar með þessum orðum: „Það er glapræði að leggja íslenskan landbúnað af. Þess vegna þarf að bregðast við án tafar. Seinna er of seint.“

Mæting var með besta móti, en á fundinum voru ekki einungis ungir bændur, heldur einnig eldri starfssystkin, stjórnmálamenn úr öllum flokkum, ráðherrar, fulltrúar fyrirtækja sem þjóna bændum, fjölmiðlafólk og margir fleiri. Setið var í nánast öllum sætum ásamt því sem fimm hundruð manns fylgdust með í beinni. Þá hefur á fimmta þúsund horft á upptökuna þegar þetta er ritað.

14 myndir:

Ályktun baráttufundar Samtaka ungra bænda fyrir launum og lífi í sveitum landsins var samþykkt með dynjandi lófataki. Hér endar Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, vel heppnaðan fund.
Nokkrir tugir búfræðinema komu á fundinn.
Fullt var út úr dyrum í Salnum í Kópavogi. Þá var mikið áhorf í streymi.
Fundargestir komu alls staðar að af landinu, sem og úr fjölmörgum geirum sem snerta landbúnaðinn.
Tíu framsögumenn héldu erindi. Hér stendur Jón Helgi Helgason kartöflubóndi í pontu og bendir á að margir bændur stuðli að fæðuöryggi þjóðarinnar í sjálfboðavinnu.
Tveir Skagfirðingar taka þingmann Samfylkingarinnar tali.
Í pallborð mættu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Meðal þeirra var samhljómur um mikilvægi þess að hlúa vel að íslenskum landbúnaði.
Nemendur á Hvanneyri komu í Kópavoginn með rútu. Gefið var frí frá kennslu, enda snerti viðfangsefni fundarins framtíð þeirra.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...