Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hópur Blikafélaga í Kötlu-íshellinum í byrjun mars.
Hópur Blikafélaga í Kötlu-íshellinum í byrjun mars.
Mynd / Kristín Snorradóttir Waagfjörð
Líf og starf 13. apríl 2021

Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar

Höfundur: KSW

Ljósmyndaklúbburinn Blik fór í helgarferð til Víkur í Mýrdal dagana 5.–7. mars síðastliðinn til að sjá og skoða Kötlu-íshellinn í Mýrdalsjökli. Ákveðið var að njóta liðsinnis Southcoast Adventure til fararinnar enda þeir með reglulegar ferðir inn að Kötlujökli.

Fór hópurinn á tveimur vel útbúnum fjallabílum sem út af fyrir sig er hreint ævintýri. Þegar komið var inn eftir dreifðu fararstjórarnir, sem jafnframt voru ökumenn­irnir, mannbroddum og hjálmum til allra, enda hluti af öryggisbúnaði sem til þarf við heimsóknir í íshella og jökla.

Þægileg aðkoma

Veðrið var ein­stak­lega milt og smá þokusuddi til að byrja með en rofaði til fljótlega eftir að komið var í hellinn og varð eins og best var á kosið. Um 10 mínútna gangur er frá bílastæðinu að hellinum og frekar þægileg ganga fyrir alla sem yfir höfuð geta gengið.

Íshellirinn í Kötlujökli hefur myndast undan­far­in ár mest af leysingarvatni og yfirborðs­bráðnun í jöklinum, mismikið vatn rennur um hellinn og fer það eftir árstíma hvort sé fært inn í hellinn eða ekki. Þessa helgi var mjög lítið vatn á ferðinni og auðvelt að skoða sig um í hellinum og taka myndir, sem var tilgangur ferðarinnar fyrst og fremst.

Hellis­opið er frekar stórt, um 25 til 30 metrar, og dvöld­um við þarna á annan tíma við mynda­tök­ur eða þar til næsti hópur mætti á svæðið, þá var genginn smáspölur suður fyrir íshellinn að ísdal sem þar hefur myndast undanfarin ár. Þar var okkur bent á hvernig íshellar myndast. þetta svæði er í jaðri gígs eins öflugasta eldfjalls landsins, Kötlu, og er svæðið hálfgerð paradís ljósmyndarans, endalausar ísmyndanir alls staðar í kring hvert sem litið var og myndefni óþrjótandi.

Eitt af undrum veraldar

Íshellirinn í Kötlujökli er breytilegur frá degi til dags, en er alltaf mögnuð sýn, eiginlega eitt af undrum veraldar. Katla, sem gaus síðast árið 1918, og ummerki á svæðinu bera með sér hrikalegar hamfarir sem gosið olli. Leiðsögumennirnir útskýrðu fyrir okkur hvernig landið breyttist í þessum hamförum. Einstaklega skemmtileg og fróðleg ferð, sem vakti löngun hjá okkur öllum um fleiri ferðir til að fræðast enn meir um okkar yndislega og stórbrotna land. Svæðið í kringum Vík var svo skoðað og myndað, meðal annars Hjörleifshöfði, Reynisfjall, Reynisfjaran, Dyr­hóla­ey og víðar.

Stefnan er að fara í fleiri ferðir út á land, bæði dagsferðir og helgarferðir.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að vera með okkur í Ljósmynda­klúbbnum Blik að hafa samband við klúbbinn á blik.is eða Sólveigu Stolzenwald í síma 863 7273 og fá frekari upplýsingar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f