Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Mynd / Norðangátt.is
Fréttir 7. apríl 2016

Kótelettukvöld skilaði þremur milljónum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rúmar þrjár milljónir króna söfnuðust á Kótelettukvöldi á Hvammstanga, en til þess efndi Lionsklúbburinn Bjarmi í samstarfi við Karlakórinn Lóuþræla, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, Kvenfélagið Björg og fleiri. Kótelettukvöldið var liður í söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga.
 
Allir þeir sem unnu að undirbúningi, framkvæmd og skemmtu á samkomunni gáfu vinnu sína, að því er fram kemur á vefnum Norðanátt. Sömu sögu er að segja af öllu hráefni, ásamt afnotum af húsnæði og tækjum. Allt lagt til án endurgjalds.
 
Innkoman af þessum viðburði var ríflega þrjár milljónir króna, m.a. með aðgangseyri, styrktarlínum í dagskrárbæklingi, sölu á bar og uppboði á listmunum og handverki úr héraði. Að viðbættum frjálsum framlögum frá sveitarfélagi, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum nemur upphæðin nær 4 milljónum króna.
 
Elinborg Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson, Daníel Geir Sigurðsson og Skúli Einarsson sáu um dinnermúsík á meðan kóteletturnar runnu ljúft niður. Meðal annarra sem fram komu voru Karlakórinn Lóuþrælar, Kirkjukór Hvammstanga, Lillukórinn, atriði úr söngleiknum Súperstar (í flutningi Hrafnhildar Kristínar Jóhannsdóttur, Ingibjargar Jónsdóttur og Daníels Geirs Sigurðsonar), Leikflokkurinn Hvammstanga og Hljómsveit Geirs Karlssonar.
 
Góð stemning var á kótelettukvöldinu og að því er fram kemur á Norðanátt hló salurinn meira og minna allt kvöldið, enda framreiddu veislustjórarnir, Guðni Ágústsson og Magnús Magnússon, brandarana fagmannlega ofan í veislugesti. 

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f