Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslandspóstur ber fyrir sig aukinn kostnað við dreifingu í sveitir landsins og hækkar burðargjöld Bændablaðsins um 90%.
Íslandspóstur ber fyrir sig aukinn kostnað við dreifingu í sveitir landsins og hækkar burðargjöld Bændablaðsins um 90%.
Fréttir 12. ágúst 2021

Kostnaður við dreifingu Bændablaðsins á lögbýli eykst um 90%

Íslandspóstur hefur einhliða tilkynnt útgefanda Bændablaðsins verð- og skilmálabreytingar sem taka gildi næstu mánaðamót.

Þær fela í sér hækkun á dreifingarkostnaði Bændablaðsins á lögbýli um tæplega 90%. Útgefandi blaðsins hefur mótmælt breytingunum og fundað með forráðamönnum Íslandspósts. Fyrirtækið þvertekur fyrir að draga áform um hækkanir til baka. Bændur hafa óskað eftir fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fer með málefni póstdreifingar í landinu. 

5 milljóna króna hækkun á ári

Bændablaðið hefur frá stofnun þess verið borið út til allra bænda landsins og hefur Íslandspóstur annast það verk. Um er að ræða svokallaða fjöldreifingu á lögbýli þar sem pósturinn fer ómerktur til bænda. Í sumarbyrjun var útgefanda greint frá því að frá og með 31. ágúst yrði viðskiptaskilmálum breytt og allir afslættir á fjölpósti felldir niður.

Um er að ræða dreifingu á um 5.400 eintökum Bændablaðsins en þjónusta Íslandspósts hefur hingað til kostað um 220 þúsund krónur fyrir hvert tölublað. Eftir verðbreytingar mun áætlaður kostnaður nema 415 þúsund krónum í hvert skipti sem blaðið kemur út. Tímariti Bændablaðsins er dreift með sama hætti og hækkar sömuleiðis dreifingarkostnaður þess umtalsvert. Alls koma út 24 tölublöð af Bændablaðinu á ári. Samtals þýðir skilmála- og verðbreyting Íslandspósts um 5 milljóna króna hækkun á dreifingarkostnaði Bændablaðsins á ársgrundvelli.

Íslandspóstur situr fast við sinn keip 

Bændasamtökin, sem útgefandi Bændablaðsins, báðu strax um fund með Íslandspósti þar sem farið var yfir málin og óskað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Fundurinn var haldinn um miðjan júní en í júlíbyrjun barst skriflegt svar frá forstöðumanni söludeildar Íslandspósts þar sem sagði að ákvörðun um nýja verðskrá yrði ekki breytt og hún tæki gildi 1. september. Í rökstuðningi Íslandspósts fyrir hækkuninni segir að hún sé til komin vegna „aukins kostnaðar og fækkunar dreifingardaga“.

Óskað eftir fundi með ráðherra 

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að samtökin hafi í júlí óskað eftir fundi með Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fer með málefni póstdreifingar í landinu. Sá fundur stóð yfir þegar blaðið fór í prentun.

„Við viljum fá frekari skýringar á þessari gríðarlegu hækkun og vonumst til þess að málið leysist farsællega svo lesendur verði ekki fyrir skertri þjónustu hjá þessu mest lesna blaði á landsbyggðinni,“ segir Vigdís Häsler.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...