Kostnaður bænda gæti aukist verulega
Mynd / Kilyan Sockalingum
Fréttir 20. nóvember 2025

Kostnaður bænda gæti aukist verulega

Höfundur: Þröstur Helgason

Hækkuð vörugjöld á fjórhjól og sexhjól gætu haft kostnaðarauka í för með sér fyrir íslenskan landbúnað sem nemur 300–350 milljónum á ári.

Þetta kemur fram í umsögn Bændasamtaka Íslands við breytingartillögu fjármála- og efnahagsráðuneytisins við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026. Að auki er lagt til að hækka vörugjöld á aðrar sérhæfðari dráttarvélar sem meðal annars eru til landbúnaðarnota. Markmiðið með breytingartillögu fjármálaog efnahagsráðuneytisins er „að skerpa á gildissviði undanþágunnar og tryggja að hún beinist fyrst og fremst að þeim dráttarvélum sem almennt eru notaðar í landbúnaði og hefðbundinni atvinnustarfsemi sem tengist honum“.

Þannig er lagt til að undanþágan takmarkist við dráttarvélar í ökutækjaflokkum T1 og T2 í ökutækjaskrá. Fjórhjól og sexhjól eru ökutæki í flokki T3 og aðrar sértækari dráttarvélar eru í flokki T4 og T5. Nái breytingin fram að ganga munu vörugjöld á ökutæki í þremur síðastnefndu flokkunum hækka úr 0% í 40%.

Í umsögn Bændasamtakanna er sömuleiðis bent á að með hækkun vörugjalda á dráttarvélar í flokki T3 sé beinlínis unnið gegn markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, þvert á það sem segir í greinargerð. „Um er að ræða fjór- og sexhjól sem eyða langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar eða tæki sem væru notuð í staðinn. Þá eru ekki enn sem komið er komin á markað hreinorkuökutæki sem hafa sama notkunarsvið og þau fjórog sexhjól sem nú eru flutt inn og nýta jarðefnaeldsneyti.“

Í umsögn frá S4S-Tækjum ehf. er vísað í sölugögn sem sýna að 85% af þeim T3 fjór- og sexhjólum sem fyrirtækið flytur til landsins séu notuð „í atvinnuskyni og við samfélagslega mikilvæg störf og eingöngu 15% tækjanna séu notuð til fólksflutninga í afþreyingarskyni“. Þessi tæki njóti því ekki „undanþágunnar að óþörfu“, eins og sagt sé í greinargerð með tillögunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...