Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erfiðleikar hafa verið í rekstri sauðfjárbúa frá því að hrun varð í afurðaverði árið 2017.
Erfiðleikar hafa verið í rekstri sauðfjárbúa frá því að hrun varð í afurðaverði árið 2017.
Mynd / smh
Fréttir 12. maí 2023

Kostnaðarauki búgreina kallar á aukið fjármagn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í umsögn Bændasamtaka Íslands um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2024–2028 segir að samtökin styðji eindregið þá framtíðarsýn stjórnvalda fyrir íslenskan landbúnað sem birtist meðal annars í stjórnarsáttmála, matvælastefnu og landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

Hins vegar er áhyggjum lýst af rekstrarafkomu bænda, en að tryggja hana sé eitt af meginmarkmiðum búvörulaga og meta samtökin stöðuna þannig að fjármagn á bilinu 9.400 til 12.200 milljónir króna vanti inn í atvinnugreinina.

Auka þurfi hlutfall innlendra matvæla með samræmdum aðgerðum stjórnvalda, bænda og hagaðila í landbúnaði til að treysta fæðuöryggi.

Jafnvægi verði náð á tímabilinu

Umsögnin er um þingsályktunar­tillögu um fjármálaáætlun og er sett fram í formi kynningar samtakanna á stöðu íslensks landbúnaðar árið 2023 þar sem lagðar eru til bæði langtíma­ og skammtímaaðgerðir til að raungera megi framtíðarsýnina. Telja samtökin að grunnforsenda þeirrar framtíðarsýnar sé sú að jafnvægi verði náð varðandi afkomu íslensks landbúnaðar á tímabili fjármálaáætlunar.

Í stöðumatinu kemur fram að verðhækkanir aðfanga í landbúnaði á síðasta ári hafi ekki gengið til baka, auk þess sem fjármagns­ og launakostnaður hafi hækkað verulega á milli ára. Flestar búgreinar standi frammi fyrir miklum áskorunum í sínum rekstri og sé staðan ekkert frábrugðin frá síðasta ári. Gera samtökin ráð fyrir að það vanti á bilinu 9.400 til 12.200 milljónir króna inn í atvinnugreinina svo hún geti staðið undir rekstrarlegum skuldbindingum og eðlilegri launagreiðslugetu árið 2023.

Hörð samkeppni erlendis frá

Bændasamtökin segja að íslenskur landbúnaður standi frammi fyrir harðri samkeppni erlendis frá, til dæmis við risafyrirtæki eins og Danish Crown og Arla, sem skýra megi með lægra virði tollverndar. Styðja þau markmið um hagræðingu í íslenskum afurðageira, svo lengi sem hagræðingin skili sér til neytenda og bænda.

Samtökin segja að samkvæmt búvörusamningum hvíli ákveðin skylda á samningsaðilum. Bændur skuldbinda sig til að framleiða landbúnaðarafurðir, bændur og ríkisvaldið skuldbinda sig til að stuðla að þróun atvinnugreinarinnar. Ríkisvaldinu beri að tryggja afkomu bænda. Í umsögninni eru sex markmið lögð til fyrir fæðuöryggisáætlun. Að gerðar verði reglulega úttektir á matvælabirgðum, skilgreindar verðir lágmarksbirgðir á matvælum og aðföngum til matvælaframleiðslu, gerðar verði viðbragðs­ og neyðaráætlanir vegna matvælaskorts, að sjálfbær og fjölbreytt matvæli verði framleidd hér á landi, að mikilvæg svæði til fæðuframleiðslu og vegna vatnsöryggis verði kortlögð og þau metin og loks að hugað verði að stefnumótun í landnýtingu til matvælaframleiðslu með tilliti til landkosta og ræktunarmöguleika.

Fjármálaáætlun endurspeglar ekki skyldur

Telja samtökin að fjármálaáætlunin endurspegli ekki skyldur stjórn­ valda; samkvæmt búvöru­lögum, búvörusamningum og fæðuöryggis­ áætlun, ekki heldur með tilliti til stjórnarsáttmála eða samkvæmt markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aukna kolefnisbindingu í landbúnaði.

Samtökin leggja til að ráðist verði í nokkur forgangsatriði. Beinn stuðningur verði við innlenda framleiðslu sem viðbrögð við tímabundnum aðfangahækkunum, sem yrði á sama grundvelli og áburðar­ og spretthópsgreiðslur voru á síðasta ári. Varðandi tollvernd er lagt til að niðurfelling tolla frá löndum utan Evrópusambandsins hafi ekki neikvæð áhrif á verð eða framboð íslenskra landbúnaðarvara og að raunverulegt og virkt eftirlit verði með framkvæmd tollverndar. Varðandi starfsumhverfi landbúnaðarins er lagt til að aukinn stuðningur verði tryggður við verkefnið um upprunamerkinguna Íslenskt staðfest. Þörf er talin á reglugerð um kröfur til merkinga á vörum unnum úr dýrum eða dýraafurðum á grundvelli sjónarmiða um velferð dýra. Þá segja samtökin að það sé grundvallaratriði að komið verði á sameiginlegum hagtölugrunni um allt sem snýr að landbúnaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...