Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kosið verði um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í lok mars
Fréttir 7. febrúar 2022

Kosið verði um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í lok mars

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðs­hrepps leggur til að íbúar þessara tveggja sveitarfélaga fái tækifæri til að kjósa um sameiningu þeirra 26. mars næstkomandi. Sveitarstjórnir þeirra beggja samþykktu í des­ember á liðnu ári að stofna samstarfsnefnd um samein­ing­una.

Formaður hennar er Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigurður Þór Guðmundsson varaformaður. Fram hafa farið opnir samráðsfundir við íbúa.

Sveitarfélögin hafa átt í farsælu samstarfi um langa hríð og er það mat nefndarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu að sameining geti skapað tækifæri til skilvirkari stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem tækifæri sé til frekari atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Sterkur fjárhagur

Vísbendingar séu um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingargeta meiri en hjá hvoru sveitarfélagi um sig, ekki síst með um 548 milljón króna áætluðu sameiningarframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags verði nefnd sem fjalli sérstaklega um hagsmuni dreifbýlisins og landbúnaðarmál. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku.

Haldið utan um jarðeignir

Samstarfsnefnd tekur undir ábendingar íbúa um að nauðsynlegt sé að halda sérstaklega utan um jarðeignir sveitarfélaganna og nýta tekjur af þeim til að skapa tækifæri til styrkingar mannlífs, byggðar og atvinnutækifæra. Nefndin leggur til að stofnaður verði sérstakur sjóður í þeim tilgangi og hefur unnið tillögu að samþykktum fyrir slíkan sjóð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f