Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis bætti við þingsályktunartillögu um landsskipulagsstefnu aðgerð sem snýr að verndun landbúnaðarlands í ríkiseigu.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis bætti við þingsályktunartillögu um landsskipulagsstefnu aðgerð sem snýr að verndun landbúnaðarlands í ríkiseigu.
Mynd / smh
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára aðgerðaráætlun til ársins 2028, var samþykkt á Alþingi þann 16. maí.

Í henni er gert ráð fyrir að allt ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu verði kortlagt.

Tillagan byggir á hvítbók um skipulagsmál sem var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda síðasta haust. Sveitarfélögum ber að taka mið af þeirri kortlagningu í skipulagi sínu við gerð aðal- og svæðisskipulags og standa vörð um. Í meðhöndlun umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis nú varð sú breyting á tillögunni að við bættist áhersla um vernd landbúnaðarlands á jörðum í eigu ríkisins.

Fyrsta landsskipulagsstefna sinnar tegundar

Í landsskipulagsstefnu eru samþættar áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðarmál, náttúruvernd, orkunýtingu, landnotkun, nýtingu og vernd auðlinda, haf- og strandsvæða. Er stefnan útfærð með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Núgildandi landsskipulagsstefna er fyrsta sinnar tegundar og var samþykkt á Alþingi í mars árið 2016.

Vernd landbúnaðarlands í ríkiseigu

Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar með breytingartillögunni kemur fram að Bændasamtök Íslands hafi lagt á það áherslu í sinni umsögn að við tillöguna yrði bætt nýrri aðgerð sem snéri að því að eigandastefna ríkisins um ríkisjarðir yrði uppfærð.

Markmiðið yrði að land búnaðarnot slíkra jarða yrðu í forgangi auk þess sem skoðaðir verði möguleikar ríkisins til jákvæðra hvata þannig að því markmiði yrði náð.

Innviðaráðuneytið tók undir með sjónarmiðum Bændasamtakanna í minnisblaði og því lagði nefndin til að við stefnuna bættist sú aðgerð að stuðlað verði að því að gott landbúnaðarland í ríkiseigu og ábúð verði varið. Leiðbeiningar verði unnar fyrir opinbera aðila um hvernig best sé að vinna að því að slíkt landbúnaðarland haldi þeirri landnotkun, til að skapa fyrirsjáanleika og framtíðarsýn ábúanda um nýtingu.

Líffræðileg fjölbreytni

Í nefndinni var einnig fjallað um líffræðilega fjölbreytni sem eitt lykilviðfangsefna tillögunnar við skipu lagsgerð í þéttbýli, dreifbýli og á miðhálendinu.

Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands var því fagnað sérstaklega að vernd líffræðilegrar fjölbreytni væri á meðal lykil- viðfangsefna tillögunnar, að stofnunin hafi á fyrri stigum bent á við gerð grænbókar og hvítbókar um skipulagsmál að stefna ætti að því að vinna sérstakar leiðbeiningar um líffræðilega fjölbreytni og skipulag.

Nefndin hvetur í áliti sínu til þess að lögð verði áhersla á gerð leiðbeininga um líffræðilega fjölbreytni og skipulag til stuðnings áherslum í landsskipulagsstefnu.

Kortlagning landbúnaðarlands á landsvísu

Í aðgerðaráætlun landsskipulagsstefnunnar er lagt til að ráðist verði í kortlagningu á landbúnaðarlandi á landsvísu.

Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á því verkefni og fer Land og skógur ásamt Skipulagsstofnun með framkvæmd þess.

Upplýsingar sem úr því fást verða undirstaða stefnumótunar um verndun úrvals landbúnaðarlands og akurlendis sem sveitarfélög útfæra svo fyrir sitt svæði í skipulagi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f