Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Kortið gefur yfirlit um sjúkdómastöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma innan sóttvarnarhólfakerfisins, sem getur nýst við líflambakaup.
Kortið gefur yfirlit um sjúkdómastöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma innan sóttvarnarhólfakerfisins, sem getur nýst við líflambakaup.
Fréttir 14. ágúst 2025

Kortlagning sauðfjársjúkdóma innan varnarhólfa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Húnabyggð, hefur kortlagt stöðu fjögurra sauðfjársjúkdóma á Íslandi innan sóttvarnarhólfa, en skipulag þeirra tók nýlega breytingum þegar þrjár varnarlínur voru felldar niður og hólfum fækkað um þrjú.

Karólína vann kortagerðina í samvinnu við Sigurbjörgu Bergsdóttur, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun á sviði heilbrigðis og velferðar jórturdýra. Hún segir tilgang kortagerðarinnar meðal annars vera að auðvelda sauðfjárbændum að átta sig á sjúkdómastöðu svæðanna þegar þeir fari í líflambakaup, en fresturinn til að sækja um kaup rennur út 1. september næstkomandi.

Svæðisbundnir alvarlegir sauðfjársjúkdómar

Að sögn Karólínu eru ákveðnir alvarlegir sauðfjársjúkdómar svæðisbundnir og ætti kortið að gefa yfirlit yfir öll sóttvarnarhólfin og stöðu þeirra gagnvart þessum sjúkdómum sem eru eftirfarandi; riða (sem er grunnatriði varðandi kaup og sölu), garnaveiki (sem skiptir máli ef kaupandinn er á svæði sem er laust við garnaveiki), kýlapest og tannlos.

Sjúkdómastaða skipti miklu máli og kaupendur ættu að huga að þeim málum eins og þeir gera gagnvart þeim eiginleikum sem þeir sækjast eftir í gripunum.

Líflambasölusvæðin breytast

Karólína segir „líflambasölusvæði“ vera frekar gamla skilgreiningu. Í mörg ár hafi eingöngu mátt selja líflömb úr þessum svæðum yfir varnarlínur.

Bændur á þeim svæðum fá ótímabundið söluleyfi ef þau sækja um og þeir mega selja allar arfgerðir nema VRQ, sem tengd er miklu næmi fyrir smiti á riðuveiki. Þetta hafi breyst í samhengi við ræktun á þolnum sauðfjárstofni gegn riðu – og núna megi bændur úr öðrum hólfum líka sækja um söluleyfi en þeir þurfa að gera það árlega og eingöngu selja ákveðnar arfgerðir sem eru verndandi eða mögulega verndandi gegn riðu.

Slíkar upplýsingar aldrei áður birst á einum stað

Kortið byggir, að sögn Karólínu, á upplýsingum frá Matvælastofnun – bæði af vefnum og beint frá Sigurbjörgu Bergsdóttur sérgreinadýralækni – frá bændum, dýralæknum og ráðunautum á viðkomandi svæðum, auk þess sem stuðst var við viðtal við Sigurð Sigurðarson dýralækni sem birtist í Frey 1981.

Á kortinu séu samankomnar upplýsingar á einum stað um svæðisbundna sjúkdómastöðu í sauðfé, sem aldrei áður hefur birst.

Hún biður um að ábendingar um villur á kortinu verði sendar á netfangið lina@ridaneitakk.net.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f