Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Erla Gunnarsdóttir í Noregi, Jóhannes Magnússon í Belgíu og Andri Ottesen í Kúveit.
Erla Gunnarsdóttir í Noregi, Jóhannes Magnússon í Belgíu og Andri Ottesen í Kúveit.
Fréttir 10. apríl 2020

Kórónutímar: Alls staðar er nóg af mat segja Íslendingar í Noregi, Belgíu og Kúveit

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Það eru ekki veruleg vandamál með aðföng og flutninga í evrópskum landbúnaði en miklar áskoranir bíða bænda vegna þess að farandverkafólk kemur ekki til starfa sökum kórónufaraldursins. Vöntun er á vinnuafli nú þegar jarðvinnsla og uppskerutími er fram undan. Í Mið-Austurlöndum eru málin tekin föstum tökum og víðast lúta íbúar útgöngubanni hluta sólarhringsins. Alls staðar er nóg af mat þó svo að framboð á ýmsum vörum hafi breyst. Þetta kemur meðal annars fram í þættinum „Í fréttum er þetta helst“ sem er hlaðvarp Bændablaðsins.

Í þættinum er haft samband við þrjá Íslendinga sem búa í þremur löndum; í Noregi, Belgíu og í Kúveit. Rætt er um daglegt líf í skugga veirunnar og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á matvælageirann og landbúnað.

Norðmenn svekktir að mega ekki fara í sumarbústaðinn um páskana

Erla Gunnarsdóttir býr í Harðangursfirði í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Þar hefur hún stundað landbúnað á síðustu árum. Ásamt því að framleiða egg og rækta epli hefur hún skrifað í Bændablaðið um margvísleg málefni.

Samfélagið í Noregi lamaðist á einum degi frá og með 13. mars þegar norsk stjórnvöld gáfu skýr skilaboð um viðbrögð og varnir við kórónuveirunni. Erla segir að yfirvöld hafi staðið sig vel og kynnt björgunaraðgerðir sem fólk treystir.

„Það sem hefur farið verst í Norðmenn er bann sem stjórnvöld settu á það að fólk notaði sumarbústaðina sína, hytturnar. Það hefur verið eitt af hitamálunum hér. Frá og með 20. apríl verður þessu banni aflétt,“ segir Erla. Hún segir að hljóðið í norskum bændum sé ágætt miðað við aðstæður en þeir hafi áhyggjur af skorti á erlendu vinnuafli sem landbúnaðurinn treystir á.

Hundruð þúsunda farandverkamanna komast ekki lönd né strönd

Daglegt líf í Brussel í Belgíu hefur tekið stakkaskiptum eins og í öðrum borgum heimsins. Jóhannes Magnússon starfar hjá Valitor á Íslandi en býr í Brussel ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir meðal annars frá matarinnkaupum Brusselbúa og hvaða áskoranir matvælaframleiðendur í Evrópu glíma við um þessar mundir.

Jóhannes þekkir ágætlega til í Þýskalandi en þar hafa stjórnvöld áhyggjur af mönnun í landbúnaði. „Í venjulegu árferði eru hátt í fjögurhundruðþúsund farandverkamenn sem koma til starfa í Þýskalandi í landbúnaði á vorin. Brot af þeim eru í landinu þó búið sé að gera ýmsar tilslakanir á landamærum og ferðlögum þessa fólks,“ segir Jóhannes.

Þeir sem brjóta reglurnar í Kúveit er vísað úr landi

Í Kúveit er algjört útgöngubann seinni part dags og það hefur sín áhrif á daglegt líf. Fólk er mætt í biðraðir fyrir utan stórmarkaði klukkan sex á morgnana og þangað er hleypt inn samkvæmt ströngum reglum. Lögregla og her er áberandi á götunum og þeir sem ekki hlýða yfirvöldum eru umsvifalaust reknir úr landi. Andri Ottesen, sem starfar sem háskólakennari í Kúveit, segir frá daglegu lífi og matarvenjum þar í landi.

Þáttinn má hlusta á í öllum helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér undir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...