Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Reisa á kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík.
Reisa á kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík.
Mynd / smh
Fréttir 2. febrúar 2024

Kornþurrkstöð við Húsavík

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga fyrirhugar að reisa kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík nú á útmánuðum.

Að sögn stjórnarmanna í búnaðarsambandinu er komin lóð undir verkefnið, samningaviðræður við Orkuveitu Húsavíkur um kaup á 120 gráðu heitu vatni eru langt komnar og annar undirbúningur á lokametrunum. Stöðin mun byggja á umhverfisvænni tækni og verður eingöngu knúin heitu vatni.

Í skriflegu svari frá stjórn búnaðarsambandsins við fyrirspurn um verkefnið segir að unnið sé að því um þessar mundir að fá fjárfesta að verkefninu og helst sé vilji til þess að þeir komi af svæði búnaðarsambandsins. „Við vitum að það er mikil eftirspurn eftir stöð á svæðinu og hún mun ganga á fullum afköstum. Nú þegar vitum við af flöskuhálsum, bæði í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði, sem þessi þurrkstöð getur leyst úr,“ segir í svarinu frá stjórninni. Gert er ráð fyrir að afkastageta fyrsta áfanga yrði allt að 1.500 tonn á ári, sem er sú stærðargráða sem mælt var með að lágmarki í skýrslunni Bleikir akrar, aðgerðaráætlun um aukna kornrækt. Segja stjórnarmenn að nóg sé til af varmaorku til að margfalda þessa þurrkgetu í náinni framtíð.

„Kornþurrkunin er hugsuð sem fyrsti áfanginn í uppbyggingu á alhliða þurrkstöð sem nýtir glatvarma frá Hveravöllum í Reykjahverfi og hráefni úr héraði í fjölbreytta framleiðslu á ársgrundvelli. Þar eru graskögglar, blandaðir til dæmis byggi eða öðrum fóðurhráefnum, ein helsta afurðin.

Auk þess eru áætlanir um þurrkun á hálmi, viðarkurli, sjávargróðri og sveppum svo nokkur dæmi séu tekin. Áburðarframleiðsla er einnig spennandi kostur,“ segja stjórnarmenn að lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...