Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Kornskurður á Héraði. Þar á að byggja upp kornþurrkstöð.
Kornskurður á Héraði. Þar á að byggja upp kornþurrkstöð.
Mynd / sá
Fréttir 26. febrúar 2025

Kornþurrkstöð fyrir allt Austurland

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Setja á upp kornþurrkstöð við Egilsstaði sem þjónað getur öllum kornræktendum á Austurlandi. Fyrirhuguð gangsetning er í haust.

Jón Elvar Gunnarsson

Unnið er að því að koma á fót kornþurrkstöð á Fljótsdalshéraði. Hana á að reisa við Egilsstaði nú í vor og sumar og gangsetja í haust. Gert er ráð fyrir að aðalorkugjafinn verði heitt vatn.

Kornþurrkun Austurlands mun starfrækja móttöku á blautu korni til þurrkunar ásamt geymslu fyrir þurrt korn. Þurrkstöðinni er ætlað að þjónusta alla þá kornframleiðendur á Austurlandi sem vilja þurrka sitt korn, sem síðan er mögulegt að fullvinna. Verkefnið hlaut nýlega 1,5 m.kr. styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands og áður styrk úr fjárfestingarstuðningi í kornrækt.

Gjörbreytir kornræktarmöguleikum

Jón Elvar Gunnarsson, bóndi á Breiðavaði í Eiðaþinghá, er einn af þeim sem eru í forsvari fyrir uppbyggingu kornþurrkstöðvarinnar. Hann segir að tilkoma hennar muni gjörbreyta landslagi kornræktar á Austurlandi og fjölgi möguleikum á nýtingu byggs fyrir bændur.

„Vonandi verður þetta einnig til að fleiri sjái hag sinn í að rækta korn til fóðurs eða manneldis og eflir landbúnað á svæðinu,“ segir Jón Elvar. Dýrmætt sé að geta gefið heimaaflað fóður í stað aðkeypts. „Þeir sem hafa ræktarland geta þá ræktað korn, þurrkað það og selt. Þannig minnkar hlutur innflutts hráefnis í kjarnfóður,“ bætir hann við.

Kostnaður yfir 100 milljónir

Níu aðilar koma að verkefninu og eru allir í kornrækt, flestir á Héraði. Utan um verkefnið heldur stjórn Kornþurrkunar Austurlands ehf., sem stofnuð er af níu kornræktendum af svæðinu en verkefnið er unnið í samstarfi við Búnaðarfélag Eiðaþinghár. Stöðin mun geta annað fleiri kornræktendum og segir Jón Elvar bændur
utan hópsins þegar farna að kanna möguleika á þurrkun á korni. Stöðin á að geta þurrkað allt að 1.000 tonn á ári. Líklegt magn til að byrja með er talið vera 250-300 tonn en ætti fljótlega að fara yfir 500 tonn. Þurrkstöðinni hefur verið valinn staður á iðnaðarsvæði norðan Fellabæjar, nokkuð miðsvæðis. Þar er stutt í heitt vatn sem notað verður við þurrkunina. Húsið verður um 300 m2 að stærð. Í því verður þurrkari með búnaði til að nýta heitt vatn til þurrkunar og geymslusíló fyrir þurrt korn.

Áætlaður kostnaður þegar lagt var af stað með verkefnið var um 91 milljón en útlit er fyrir að heildarkostnaðurinn nemi rúmum 100 milljónum.

Fóðurkorn í fyrstu

Í fyrstu mun allt korn sem kemur í stöðina hugsað til fóðurgerðar. Þegar reynsla er komin á tækin verður hugað að þurrkun byggs í sáðbygg. 

„Bændur vilja rækta sjálfir það sem þeir gefa sínum gripum. Það er keppikefli bænda að vera eins sjálfbærir í sinni fóðuröflun og mögulegt er. Með því að rækta meira sjálf stuðlum við að enn frekara fæðuöryggi þar sem framleiðendur verða ekki eins háðir innflutningi,“ segir Jón Elvar.

Bygg sé undirstaðan í því kjarnfóðri sem keypt er og gefið í dag. „Kornþurrkstöð á Austurlandi gerir bændum kleift að rækta sjálfir þennan grunn, en byggrækt hefur verið stunduð á svæðinu undanfarin ár með ágætis árangri,“ segir hann jafnframt.

Langalgengustu aðferðir til að geyma korn eru tvenns konar: sýrt blautt beint af akri eða þurrkað. Blautt korn er valsað og gefið beint út á hey, eða skepnur hafa óheftan aðgang að því. Þurrkaða kornið er hægt að köggla sem gerið það mun auðveldara í notkun og nýtist betur. Einnig þykir það betri söluvara en það sýrða.

Þurrt korn hefur það fram yfir hið blauta að auðvelt er að blanda saman við það próteini, steinefnum og vítamínum, þ.e.a.s. búa til sína eigin blöndu þegar það er kögglað. Kögglaða kornið er jafnframt hægt að gefa í fóðurkerfum.

Skylt efni: kornrækt | kornþurrkstöð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...