Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kornrækt í sókn
Fréttir 7. september 2023

Kornrækt í sókn

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Útgáfa skýrslu starfshóps á vegum matvælaráðuneytisins, „Bleikir akrar – aðgerðaáætlun um aukna kornrækt“, sem kom út fyrr á árinu, hefur blásið lífi í kornrækt á Íslandi að nýju eftir mögur ár.

Eflaust hafa þættir eins og heimsfaraldur kórónuveiru, stríðsátök í heiminum og loftslagsvá einnig
ýtt við ráðamönnum, því samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður tveimur milljörðum varið í að hrinda aðgerðaáætluninni í framkvæmd. „Fyrsta forgangsmál kornræktar á Íslandi er að það þarf að kynbæta korn. Allt annað verður til einskis ef ekki verða til kynbætur á korni,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ og einn höfunda skýrslunnar Bleikir akrar.

Kynbætur á byggi hófust að nýju í vor eftir að hafa legið niðri í nokkuð mörg ár.

Sú vinna fer fram í samstarfi við sænskt kynbótafyrirtæki sem býr yfir nýrri kynbótahvelfingu með þjörkum og fyrsta flokks búnaði. Nú verður hægt að erfðagreina gríðarlegan fjölda plantna og reikna kynbótamat fyrir þær áður en þær hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður. Það hefur ekki verið gert áður.

– Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...