Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kornbók
Menning 13. desember 2023

Kornbók

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samlíf manns og korns, allt frá því er maðurinn tamdi kornið og kornið tamdi manninn, er umfjöllunarefni Åsmund Bjørnstad í bókinni Kornboka – brødets og ølets historie sem kom út árið 2021.

Hún kom nýlega út í danskri þýðingu og heitir Kornbogen – brødets og øllets historie.

Bókin er í stóru broti, hátt á fjórða hundrað síður og ríkulega myndskreytt að því er fram kemur í tilkynningu frá Áslaugu Helgadóttur og Jónatan Hermannssyni. „Framsetning og frásögn er lipur og ljós en þó víkur höfundur hvergi frá fræðilegri nákvæmni – hvort sem um er að ræða sagnfræði, grasafræði eða kynbótafræði korntegundanna. Skemmtun, fróðleikur og fegurð í einni bók og líka hin dularfullu tengsl manns og korns sem ekki verða með góðu móti skýrð.“

Við sögu koma bygg og hveiti, hafrar og rúgur, hrísgrjón og maís og líka hirsi. „Orðið korn er fyrst og fremst samheiti yfir þær tegundir grasættar er gefa af sér fræ sem nýtanlegt er til fóðurs og manneldis, en er hins vegar stundum notað yfir þá tegund í hverju landi sem algengust er. Þannig getur orðið korn merkt bygg á Norðurlöndum, hveiti í Englandi og maís í Norður- Ameríku.“

Åsmund Bjørnstad er prófessor emeritus í jurtakynbótum við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi.

Bókin fæst á vef danska forlagsins Hovedland eða á vefsíðunni dinboghandel.dk.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...