Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kópsvatn
Bóndinn 12. maí 2021

Kópsvatn

Hjónin á Kópsvatni fluttu í sveitina haustið 1989 að Jaðri og voru ráðsfólk þar í 10 ár. Bjuggu eftir það á Flúðum.

Vorið 2008 komu þau svo inn í búskapinn hjá bræðrunum Bjarna og Magnúsi.

Þau kaupa og taka formlega við rekstrinum 1. janúar 2009 en flytja ekki fyrr en vorið 2010 þegar búið var að endurnýja gamla íbúðarhúsið.

Býli: Kópsvatn 1 í Hruna­manna­hreppi. 

Staðsett í sveit:  Í uppsveitum Árnessýslu, 5 kílómetrum fyrir ofan Flúðir.

Ábúendur: Þór Bjarnar Guðnason og Marta Esther Hjaltadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þór og Marta eiga þrjár dætur. Alda, 31 árs, búsett í Stokkhólmi ásamt manni og 8 mánaða dóttur, Unnur, 29 ára, starfsmaður VISS á Flúðum og Selfossi, búsett á Kópsvatni og Kristlaug, 26 ára (ólofuð!), starfsmaður á Espiflöt í Biskupstungum, búsett á Kópsvatni.

Stærð jarðar?  Um 300 hektarar og þar af 85 hektarar ræktaðir.

Gerð bús? Kúabú  með 2x6 SAC mjaltagryfju. 

Fjöldi búfjár og tegundir? 40 mjólkurkýr og 6o geldneyti í uppeldi. 11 hross til yndis og ánægjuauka.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þór fer í mjaltir klukkan sjö meðan Marta kemur Unni af stað í vinnu. Gegningar og annað tilfallandi yfir daginn fram að kvöldmjöltum.

Í venjulegu árferði væri Marta að stússast í ýmsum félagsstörfum og kórsöng.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf eru skemmtileg nema helst að keyra heim rúllum. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi aukin mjólkurframleiðsla þar sem aðstaðan leyfir það.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Tækifærin liggja víða, sérstaklega ef tekst að halda umræðu um íslenskan landbúnað á jákvæðum og sanngjörnum nótum. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk, rjómi, smjör, skyr og ostur. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grjónagrautur og slátur og gott nautakjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegustu atvikin tengjast því þegar við höfum tekið bætta aðstöðu í notkun eins og geldneytaaðstöðu, mjaltagryfju og stækkun fjóss.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f