Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ.
Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. apríl 2021

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá sögulegi viðburður átti sér stað á dögunum á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Eyfellinga undir Eyjafjöllum að stjórn félagsins eftir fundinn er eingöngu skipuð konum þar sem Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir á Stóra-Mörk er formaður.

„Já, þetta er skemmtilegt og við erum stoltar konur, sem skipum stjórnina. Félagið er opið öllum þeim sem eiga kýr eða kú á fóðrun undir Vestur- og Austur-Eyjafjöllum. Í dag eru 16 bú aðilar að félagsskapnum. Starfsemi félagsins er ekki stór, en reynt er að fara reglulega í fræðsluferðir og kynna sér nýjungar og hitta aðra bændur utan starfssvæðis félagsins,“ segir Aðalbjörg Rún.

Undanfarin ár hefur aðalfundur félagsins verið haldinn í einu af fjósunum á félagssvæðinu, sem hefur mælst vel fyrir. Fundirnir verða þá vel sóttir og vinsælt hjá félagsmönnum að sækja nágranna sína heim á þennan hátt. Svo skemmtilega vildi til að á síðasta aðalfundi, sem var haldin á búinu Nýjabæ, var þriðja konan kjörin í stjórn félagsins, eða Edda, sem er bóndi á bænum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...