Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Arnljótsson að tafli á Skákþingi Norðlendinga að Skógum í Fnjóskadal nú nýlega.
Jón Arnljótsson að tafli á Skákþingi Norðlendinga að Skógum í Fnjóskadal nú nýlega.
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi verið einn af sterkustu skákmönnum Skagfirðinga.

Árið 2012 tók hann þátt í Reykjavík Open og tefldi þar við marga sterka andstæðinga, meðal annars við bandaríska stórmeistarann Maurice Ashley og Lenku Ptacnikova, sem er stórmeistara kvenna og margfaldur Íslandsmeistari í skák.

Jón byrjaði mótið mjög vel þegar hann náði jafntefli við Lenku í fyrstu umferð. Jón tapaði fyrir Ashley í 2. umferð. Jón fékk 4 vinninga á mótinu af 9 mögulegum sem er alveg ágætur árangur á svona sterku móti. Í 4. umferð tefldi Jón við nýjasta stórmeistara Íslendinga, Vigni Vatnar Stefánsson, sem þá var ungur að árum en mikið efni eins og kom á daginn. Jón vann skákina með hvítu eftir uppgjöf Vignis, enda við það að missa hrók.

Jón Arnljótsson hvítt – Vignir Vatnar Stefánsson svart. Hvítur á leik. 26. He1 !....og svartur gafst upp enda drottningin á e6 í uppnámi og hún getur ekki haldið valdi á hróknum á g6, sem mun falla í kjölfarið.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...