Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þrátt fyrir að sagopálmar séu harðgerðir hafa þeir ekki blómstrað utandyra á Bretlandseyjum í ein 60 milljón ár að sögn þeirra sem vita til. Breyting er hugsanlega að verða þar á.
Þrátt fyrir að sagopálmar séu harðgerðir hafa þeir ekki blómstrað utandyra á Bretlandseyjum í ein 60 milljón ár að sögn þeirra sem vita til. Breyting er hugsanlega að verða þar á.
Fréttir 16. mars 2020

Köngulpálmar blómstra í fyrsta sinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Afleiðingar hlýnunar jarða geta tekið á sig ýmsar myndir sem ekki eru allar fyrirsjáanlegar. Köngul­pálmar í Ventnor grasa­garðinum á Isle of Wight eru að blómstra í fyrsta sinn.

Í Ventnor grasagarðinum á eyjunni Isle of Wight í Ermarsundi út af suðurströnd Englands eru nokkrir fornsögulegir köngulpálmar sem hafa lifað í garðinum vegna veðursældar á eyjunni og umhyggju garðyrkjumanna. Í fyrsta sinn í skráðri sögu eyjanna og Bretlandseyja sýna kögurpálmar af báðum kynjum merki um að þeir séu að blómstra utandyra.

Upp á sitt besta fyrir 280 milljónum ára

Plönturnar, sem kallast Cycas revoluta á latínu, voru upp á sitt besta fyrir um 280 milljónum ára og talið að þeir hafi síðast blómstrað á Ilse of Wight fyrir um 60 milljón árum. Grasafræðingar við garðinn segja blómgun pálmanna vera greinileg merki um aukna hlýnun og segja þá skoðun sína vera studda veðurfarsmælingum.

Algeng stofuplanta

C. revoluta er upprunnin í Japan og er algeng stofuplanta á Bretlandseyjum og einnig hér á landi og kallast sagopálmi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...