Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Komin í samstarf við Kjötpól um vinnslu og pökkun
Fréttir 28. apríl 2016

Komin í samstarf við Kjötpól um vinnslu og pökkun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við fengum gríðarlega góða aðstoð í gegnum Karolina Fund, okkur lagði lið alveg hreint frábært fólk og það má alveg segja að með framlögum þess hafi kanínurækt á vegum fyrirtækisins verið bjargað. Fyrir það er ég afar þakklát,“ segir Birgit Kostizke, sem rekur félagið Kanína ehf. á Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra.
 
Félagið er nú eftir söfnun á Karolina Fund á þokkalegu róli að sögn Birgit og hefur nú hafið samvinnu við kjötvinnslufyrirtækið Kjötpól í Reykjavík.
 
„Ég er afskaplega ánægð með að hafa fundið fyrirtæki sem er til í að vinna með mér, en Kjötpól mun sjá um að hluta niður kanínukjöt. Það hefur ekki verið hægt að gera fram til þessa. Bæði Birgit og Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari hjá Kjötpól, eru vongóð um að samstarfið muni ganga að óskum.
 
Kanínukjöt í sælkerabúðir um land allt
 
„Kjötpól hefur líka leyfi til að vinna kanínukjötið og vakumpakka því, m.a. hryggjum, lærum og frampörtum. Það mun svo ekki líða á löngu þar til hægt verður að kaupa niðurhlutað kanínukjöt í fleiri verslunum en einungis Matarbúrinu á Granda. Með þessu samstarfi við Kjötpól standa okkar væntingar til að hægt verði að kaupa kanínukjöt í sælkerabúðum úti um allt land,“ segir Birgit.
 
Fyrirtækið Kjötpól var stofnað árið 2004 af Ewu Kromer og Sigurði og hefur það vaxið og dafnað. Markmið félagsins er að framleiða vörur sem lausar eru við öll aukaefni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt. Fjölbreytt vöruúrval er í boði hjá félaginu, en það framleiðir fjöldann allan af pylsum og skinkum úr íslensku hráefni. 
 
Skinnið hentar í ýmsar vörur
 
Birgit bendir á að kanínur gefi ekki bara af sér kjöt, heldur líka skinn og er sútað kanínuskinn bæði mjúkt og fínt og hentar vel í ýmsar vörur, fatnað og skraut. Félagið fékk fyrir skömmu styrk frá Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra til að vinna að verkefni sem nefnist: Kanínuskinn og kanínuleður – ný söluvara. Birgit segir að styrkurinn verður nýttur til að búa til söluvefsíðu til að kynna frábært hráefni. 
 
Aðalfundur Kanínu ehf. var haldinn á dögunum og þar var ákveðið að hækka hlutafé þess úr 7 milljónum í 10 milljónir króna.

Skylt efni: Kanína | kanínurækt | Kanínur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f