Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfsmenn Skógræktarfélags Íslands sem önnuðust gagnavinnslu og gagnagerð á ensku, stolt með staðfestingarskjalið frá Bureau Veritas. Frá vinstri Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur, Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur og Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur.
Starfsmenn Skógræktarfélags Íslands sem önnuðust gagnavinnslu og gagnagerð á ensku, stolt með staðfestingarskjalið frá Bureau Veritas. Frá vinstri Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur, Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur og Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur.
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Höfundur: Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar.

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkvæmt kröfum alþjóðlega staðlsins ISO 14064-2 fyrir kolefnisbindingu, með það að markmiði að öðlast alþjóðlega viðurkenningu.

Til samstarfs valdi Kolviður Bureau Veritas sem er alþjóðleg óháð vottunarstofa með 1.400 skrifstofur og rannsóknarstofur í 140 löndum.

Bureau Veritas er opinber CDP vottunaraðili, GRI Gold Community Member, an AA1000AS Licensed Provider og UKAS accredited ISO 14064 Part 1 og Part 2 Verifier/Validator.

Bureau Veritas er einnig tilnefndur aðili undir Sameinuðu þjóðunum fyrir vottun á Clean Development Mechanisms (CDM/JI) og EU Emissions Trading Scheme (EU ETS) vottun. Staðallinn samanstendur af kröfum m.a. um skýra lýsingu verkefna, magngreiningu, gagnastýringu, vöktun og upplýsingaskyldu. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða styrk þeirra í andrúmsloftinu.

Kolefnisbinding með skógrækt er ein skilvirkasta og umhverfisvænsta aðferð til kolefnisbindingar en tekur nokkurn tíma og því mikilvægt að henni sé stýrt samkvæmt vottuðu ferli. Í byrjun maí sl. staðfesti Bureau Veritas að verkferlar og skil- greining verkefna Kolviðar uppfylltu kröfur ISO 14064-2 staðalsins fyrir kolefnisbindingu.

Þetta er mikilvægur áfangi og héðan í frá verður öllum nýrri og eldri verkefnum Kolviðar stýrt samkvæmt vottuðu ferli. Keypt kolefnisbinding hjá Kolviði er skráð í sérstakan gagnagrunn sem og mæld raungerð kolefnisbinding. Geta kaupendur því fengið samanteknar upplýsingar um keypt magn og raungerða kolefnisbindingu í framtíðinni.

Kolviður er með um 270 þúsund tonn CO2e í bindingarferli fyrir um 190 aðila og nokkur þúsund einstaklinga með um 2 milljónir trjáa til bindingar á kolefni.

Kolviður gerir afnotasamninga um land við landeigendur til 55 ára og reiknar 50 ára vaxtartíma trjánna til bindingar. Kolviður er nú með 8 afnotasamninga um land allt, samtals um 1.300 ha.

Kolviður – sjóður var stofnaður 2006 og er starfsemin óhagnaðardrifin. Kolviður er í eigu Skóg- ræktarfélags Íslands og Landverndar og hefur það að markmiði að binda kolefni með skógrækt.

Kolviður hefur frá upphafi lagt áherslu á að nýta bestu þekkingu fagfólks sem er nú að skila sér í framangreindri viðurkenningu.

Öll verkefni Kolviðar frá upphafi hafa verið í loftslagsbókhaldi Íslands.

Kolviður þakkar öllum þeim sem treyst hafa Kolviði til að annast kolefnisbindingu fyrir sig og þeim landeigendum sem ljáð hafa land
undir skógræktina.

Gróðursetning á Geitasandi fyrir fimmtán árum síðan
Staða gróðursins í dag.

Skylt efni: Kolviður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...