Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna
Á faglegum nótum 23. mars 2020

Kölkun eykur uppskeru og bætir endingu túna

Höfundur: Ragnhild Borchsenius

Rétt sýrustig jarðvegs leggur grunninn að aukinni uppskeru og endingu túna. Mikilvægar nytja­jurtir eins og vallarfoxgras, rý­gresi, vallarsveifgras, háving­ull og smári þrífast betur í jarð­vegi með hátt sýrustig.

Eldri tún með lágt sýrustig einkennast af tegundum eins og hávingul, hálíngresi, axhnoðapunt og snarrót. Í súrum jarðvegi gefur sáðgresið eftir og óæskileg fóður­grös og plöntur verða ríkjandi.  Margar plöntutegundir sem ekki eru æskilegar í túnum þrífast vel við lágt sýrustig í jarðvegi og fá því forskot í samkeppni við þær plöntutegundir sem eru æskilegar í túnum.

Sýrustig jarðvegs og upptaka næringarefna

Æskilegt sýrustig jarðvegs hefur jákvæð áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum.  Þannig fæst betri nýting á tilbúnum áburði.  Einnig stuðlar æskilegt sýrustig jarðvegs að auknum rótarvexti plantna, sem eykur aðgengi að næringarefnum og vatni.  Kölkun eykur einnig vetrarþol sáðgresis.

Sýrustig jarðvegs og belgjurtir

Smári hefur ýmis jákvæð áhrif á gæði gróffóðurs.  Hann stuðlar að auknum styrk próteins, vítamína og steinefna í gróffóðri. Meðal annars inni­heldur smári þrisvar til fjórum sinnum meiri kalsíum en vallarfoxgras, og tvisvar til þrisvar sinnum meira af magnesíum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fóðurupptaka og mjólkurframleiðslan eykst með auknu hlutfalli af smára í gróffóðri.

Til þess að belgjurtir þrífist, er mikilvægt að sýrustig jarð­vegs sé hærra en pH 6,0. Ein af ástæðum þess að belgjurtir þrífast betur við hátt sýrustig er að jarðvegsbakteríurnar sem lifa á rótum þeirra auka virkni niturbindingar.

Kölkun bætir byggingu jarðvegs og eykur loftun.  Það er ein af forsendum fyrir starfsemi hinna ýmsu jarðvegslífvera sem eykur á umsetningu næringarefna og bætir þar með frjósemi jarðvegs.

Ragnhild Borchsenius, fagstjóri fyrir gróffóður hjá norsku landbúnaðar ráðgjafaþjónustunni (NLR), birti í Budskap 2-2020.
Þýtt af Margréti Ingjalds­dóttur, söluráðgjafa hjá SS.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f