Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vindbelgjafjall er meðal þeirra mörgu náttúrugersema sem Mývetningar geta verið stoltir af.
Vindbelgjafjall er meðal þeirra mörgu náttúrugersema sem Mývetningar geta verið stoltir af.
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Sameinað sveitarfélag, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, verður í forystuhlutverki í loftslagsmálum að því er fram kemur í pistli Sveins Margeirssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Hið sameinaða sveitarfélag er það stærsta á landinu og nær yfir um 12% landsins.

„Tekið verður tillit til beinnar losunar vegna reksturs sveitarfélagsins, samfélagslegrar losunar og losunar frá landi, sem er stærsti einstaki losunarvaldur á Íslandi, með um 60–70% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Flestir aðilar eru meðvitaðir um lítinn hluta af sínu kolefnisspori. s.s. losun vegna bruna á jarðefnaeldsneyti, orkunotkun og sorpi,“ segir í pistlinum.

85% frá innkaupum og flutningi á vörum 

Sveinn bendir einnig á að stærri hluti kolefnisspors komi frá virðiskeðju fyrirtækja og opinberra aðila vegna kaupa á vörum og þjónustu. „Lausn Greenfo hefur þá sérstöðu að reikna kolefnisspor fyrir alla virðiskeðjuna, t.d varðandi matarinnkaup, framkvæmdir og akstur og flutninga. Meira en 85% af kolefnisspori sveitarfélagsins kemur frá innkaupum og flutningi á vöru og þjónustu en einungis 5% frá bruna og framleiðslu jarðefnaeldsneytis.“

Fáum heildaryfirsýn

Hugbúnaðarlausn Greenfo býður upp á að taka gögn beint úr bókhaldskerfi sveitarfélagsins og segir Sveinn að með þeirri lausn sem í boði er fáist áður óþekkt yfirsýn yfir kolefnissporið. „Við getum greint okkar kolefnisspor niður á einstaka rekstrareiningar og birgja. Með því að fá heildaryfirsýn yfir okkar kolefnisspor, sjáum við hvar tækifæri eru til að draga úr okkar losun og getum forgangsraðað verkefnum m.t.t. til umhverfis og hagkvæmni og þannig mótað skilvirka loftslagsstefnu og -aðgerðir.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...