Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kolefnisbinding á sér stað í skógum og á þeim grundvelli myndast markaður með kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum.
Kolefnisbinding á sér stað í skógum og á þeim grundvelli myndast markaður með kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum.
Mynd / smh
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ekki heimilt að flytja úr landi í alþjóðlegum viðskiptum með neikvæðum áhrifum á Ísland.

Í skýrslu starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um viðskipti með kolefniseiningar er einnig lagt til að mótuð verði stefna um hvort kaupa eigi kolefniseiningar frá öðrum ríkjum til að uppfylla markmið um samdrátt í samfélagslosun og kolefnishlutleysi. Einnig að skattaleg umgjörð rekstrar við framleiðslu og kaup á kolefniseiningum verði skoðuð varðandi mögulegar ívilnanir og frádráttarbærni frá rekstrarkostnaði.

Í skýrslunni er mælst til þess að stjórnvöld hafi frumkvæðið að því að leiða saman hagaðila til að kanna áhuga á stofnun kolefnismarkaðar með kolefniseiningar. Samhliða því að kolefniseining sé skilgreind í lögum verði þar ákvæði um útgáfu á leiðbeiningum um gæði þeirra kolefniseininga sem ríkið kaupir og þær kolefniseiningar sem opinberir aðilar kaupi hafi fengið staðfestingu frá faggildum vottunaraðila, sem feli í sér raunverulegan loftslagsávinning.

Þá er lagt til að lagafrumvarp verði unnið sem setji almenna umgjörð utan um kolefnisskrár.

Stutt við þróun kolefnismarkaða

Tilgangur skýrslugerðarinnar var að greina stöðu kolefnismarkaða hér á landi, kanna tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á þessum mörkuðum og meta hvort íslensk stjórnvöld gætu nýtt sér kolefnismarkaði til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum.

Tillögum hópsins er ætlað að styðja við þróun kolefnismarkaða á Íslandi og auðvelda hagaðilum að nýta þau tækifæri sem kolefnismarkaðir bjóða upp á.

Valkvæði kolefnismarkaðurinn

Í skýrslunni er fjallað mest um það sem nefnt er „valkvæði kolefnismarkaður“, þar sem íslensk fyrirtæki framleiða og selja kolefniseiningar í dag, án lögbundinnar formgerðar. Veitt yfirlit yfir helstu vottunarkerfi, staðla og viðskiptaferli sem tengjast þessum mörkuðum. Þá er í skýrslunni fjallað um möguleika á að móta íslenskt regluverk til að tryggja áreiðanleika og gagnsæi í viðskiptum með kolefniseiningar, til að koma í veg fyrir vandamál eins og tvítalningu og grænþvott meðal annars.

Samráð til 4. janúar

Einnig er í skýrslunni fjallað nokkuð um skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og tengsl við kolefnismarkaði, alþjóðlegt samstarf og samanburð á stöðu mála hjá nágrannaþjóðum.

Skýrslan liggur í samráðsgátt stjórnvalda til 4. janúar þar sem hægt er að koma umsögnum og ábendingum á framfæri.

Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er bent á að í skýrslunni sé skortur á umfjöllun um mikilvægi þess að vernd líffræðilegrar fjölbreytni verði höfð að leiðarljósi í öllu sem viðkemur framleiðslu á og viðskiptum með kolefniseiningar. Einnig sé æskilegt að huga betur að náttúru- og minjavernd og áhrifum á jarðvegs- og vatnsauðlindir almennt í tengslum við slíka framleiðslu og þurfi varnaglar um þessi atriði að vera skýrir í regluverkinu.

Þar sem sveitarfélög séu lykilhagaðili í mörgu sem viðkemur framleiðslu á kolefniseiningum og þar sem lagt sé til að sveitarfélög taki þátt í að vera leiðandi að einhverju leyti við kaup á kolefniseiningum sem hluti af sínum loftslagsaðgerðum, sé mikilvægt að Sambandið sé haft með í öllu samráði við þessa stefnumótun sem fram undan sé.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...