Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré.
Miklir þurrkar og lág grunnvatnsstaða dregur úr möguleikum á að framleiða matvæli og að rækta tré.
Mynd / npr.org
Fréttir 26. október 2022

Kolefnisbinding og uppskera í hættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfismál eru flókið samspil þar sem huga þarf að mörgum ólíkum þáttum.

Auknir þurrkar víða um heim ógna ekki bara matvælaöryggi því þeir hafa einnig letjandi áhrif á möguleika á að auka kolefnisbindingu með því að planta út trjám.

Bændur víða um heim hafa áhyggjur af spám um áframhaldandi og aukna þurrka á næstu árum vegna breytinga á veðurfari. Að sögn bænda ógnuðu þurrkar síðastliðið sumar uppskeru ávaxta og grænmeti.

Lítil úrkoma á Bretlandseyjum í haust og að spár geri ráð fyrir áframhaldandi þurrkum gerir illt verra. Bændur hafa því lítinn aðgang að vatnsbirgðum auk þess sem grunnvatnsstaða er lág og ekki er gert ráð fyrir að það eigi eftir að breytast á næstunni.

Talsmenn bænda segja að stjórnvöld verði að aðstoða þá við að skipuleggja vatnsnotkun og það hvernig á að beina vatni á svæði þar sem ræktaðar eru plöntur sem þurfa mikið vatn.

Stjórnvöld hafa bent á að skortur á vatni muni að öllum líkindum draga úr möguleikum Breta til kolefnisjöfnunar með útplöntun á trjám þar sem tré þurfa mikið vatn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f