Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kolbeinsá 1
Bóndinn 3. október 2022

Kolbeinsá 1

Hjónin Hannes Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa Kolbeinsá 1 árið 1995 af ömmu og afa Hannesar. Tóku þar við sauðfé og öllu tilheyrandi og byggðu ný 700 kinda fjárhús, og fjórum árum síðar af foreldrum Hannesar sem bjuggu á Kolbeinsá 2.

Katrín Rós Gunnlaugsdóttir, dótturdóttir þeirra Hannesar og Kristínar, situr hér kotroskin í dráttarvélinni.

Býli? Kolbeinsá 1 í Hrútafirði.

Staðsett í sveit? Húnaþing vestra.

Ábúendur? Hannes Hilmarsson, Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Ómar, Guðmundur Hilmar og Friðrik Hrafn.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum eina dóttur og þrjá syni, tvo hunda og eina kanínu.

Stærð jarðar? 2.200 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú, verktaka­ starfsemi, ferðaþjónusta og æðarvarp.

Fjöldi búfjár? 670 fjár alls á vetrarfóðrun.

Hann Friðrik Hrafn Hannesson, yngsti sonurinn á bænum, heldur á æðarkollu í sjávarmálinu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíma. Á veturna fer húsbóndinn eldsnemma á fætur til að skoða færð á vegum fyrir Vegagerðina og hreinsar ef þarf, svo kemur skólabíllinn kl. 7. Eftir þetta er rollunum gefið og farið í tilfallandi störf. Reynt er að klára öll útiverk fyrir kvöldmat. Á sumrin er vinnutíminn alls konar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er skemmtilegt, en auðvitað sauðburðurinn erfiðastur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Sirka svipaðan.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Bara þetta venjulega, smjör, ostur, mjólk og fleira.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Góð lambasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega þegar fé var rekið inn í ný fjárhús, í nóvember árið 1999.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f