Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kokkalandsliðið sýnir kalda borðið
Mynd / kokkalandsliðið
Fréttir 7. október 2016

Kokkalandsliðið sýnir kalda borðið

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið æfir nú sem kunnugt er stíft fyrir Ólympíuleika í matreiðslu sem fram fara í Þýskalandi í október næstkomandi. Kalda borðið verður til sýnis á morgun í Smáralind.

Í tilkynningu frá kokkalandsliðinu kemur fram að þessi keppni, IKA Culinary Olympics, sé stærsta matreiðslukeppni landsliða í heiminum og jafnframt sú mest krefjandi. Keppnin á sér yfir 100 ára sögu og er haldin á fjögurra ára fresti. Í keppninni mætast margir af færustu kokkum heims frá um 50 löndum. Liðin koma með hluta af hráefni með sér að heiman, auk ýmissa tækja og tóla sem þarf á keppnisstað. Keppt er í tveimur greinum, köldu borði og heitum mat. Það lið sem nær hæstu samanlögðum stigum verður Ólympíumeistari.

„Önnur keppnisgreinin er kalt borð eða Culinary Art Table þar sem sýndir eru yfir 30 réttir. Borðið er sannkallað listaverk þar sem hvert smáatriði hefur verið hugsað í þaula. Liður í æfingarferlinu er að flytja réttina milli staða þannig að þeir haldi fullkomnu útliti sínu enda þurfa þeir að vera til sýnis í margar klukkustundir á keppnisstað,“ segir í tilkynningunni.

Landsmönnum gafst kostur á að skoða kalda borðið þegar því var stillt upp til sýnis í Smáralind síðasta laugardag 1. október. 

Kalda borðið til sýnis

„Eftir viðburðinn í Smáralind var Þráinn Freyr Vigfússon, faglegur framkvæmdastjóri liðsins hæstánæður og sagði það hafi gengið vonum framar að koma kalda borðinu upp. Einnig að það hafi verið frábært og hvetjandi fyrir liðið að finna fyrir áhuga og stuðningi allra sem mættu. Því mun liðið endurtaka leikinn laugardaginn 8. október kl. 12-17,“ segir í tilkynningunni.

Kokkalandsliðið sem hefur æft fyrir keppnina síðustu 18 mánuði er skipað 16 af færustu matreiðslumönnum landsins:

Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon faglegur framkvæmdastjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson fyrirliði, Björn Bragi Bragason forseti KM/framkvæmdastjórn, Steinn Óskar Sigurðsson liðsstjóri, Jóhannes Steinn Jóhannsesson liðsstjóri, Fannar Vernharðsson, Ylfa Helgadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Axel Clausen, Garðar Kári Garðarsson, Hrafnkell Sigríðarson, Atli Þór Erlendsson, Sigurður Ágústsson, Georg Arnar Halldórsson og María Shramko.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f