Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kókaín til að hylma yfir skógarhögg
Fréttir 14. október 2015

Kókaín til að hylma yfir skógarhögg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögregluyfirvöld í Brasilíu rannsaka mál sem bendir til stórfellds svindls sem tengist ólöglegu skógarhöggi í norðanverðu landinu.

Á fjórða tug manna sem stunda verslun með skógarafurðir, eigendur sögunarmyllna og flutningafyrirtækja hafa verið handteknir undanfarnar vikur og yfirheyrðir vegna málsins. Talið er að mennirnir hafi falsað tölur í skýrslum um skógarhögg og verslunar með timbur og dregið verulega úr umfanginu.

Hinir handteknu eru sagðir tengjast skipulögðum glæpasamtökum sem árum saman hafa falsað tölur um skógarhögg og stundað það sem kalla má umhverfisþvætti. Áætlað er að verslun með timbur þessa aðila hafi verið ríflega hundrað þúsund rúmmetrum meiri á mánuði árum saman en gefið hafi verið upp.

Ólöglega skógarhöggið sem um ræðir átti sér að mestu stað á svæðum sem eru friðuð eða sem búsvæði indíána en grunsemdir um málið komu upp í tengslum við símahleranir varðandi verslun með eiturlyf á svæðinu. Við nánari athugun kom í ljós að eiturlyfjasmyglinu var ætlað að draga athyglina frá skógarhögginu.

Brasilía flytur út gríðarlegt magn af harðviði til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem hann er unninn í gólfborð og til húsgagnaframleiðslu. 

Skylt efni: skógaeyðing | Brasilía | eiturlyf

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...