Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Mynd / Golli
Fréttir 19. júní 2020

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían fá 40 milljóna króna styrk

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samdi í dag við Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían um 40 milljóna króna fjárframlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Í samningnum er kveðið á um að framlagið greiðist á tveimur árum.  

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er haft eftir Kristjáni Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í að kynna gæði íslensks hráefnis á erlendri grundu og hafa verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. 

„Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun,“ segir Kristján Þór.

„Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumanna og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefnim,“ segir í tilkynningunni.

Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, segir af sama tilefni:

„Þetta er stór áfangi fyrir íslenska keppnismatreiðslu og mun skapa betra starfsumhverfi fyrir hana, íslenska kokkalandsliðið og Íslensku Bocuse d´Or Akademíuna. Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...