Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sagan segir að tréð á myndinni hafi verið fellt árið 1890 vegna veðmáls sem var gert á fylliríi og snerist um það hvort hægt væri að koma 40 manns eða fleiri fyrir á stofni þess.
Sagan segir að tréð á myndinni hafi verið fellt árið 1890 vegna veðmáls sem var gert á fylliríi og snerist um það hvort hægt væri að koma 40 manns eða fleiri fyrir á stofni þess.
Fréttir 25. janúar 2019

Klóna forna rauðaviði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Erfðafræðingum hefur tekist að klóna og rækta græðlinga úr stubbum elstu og stærstu rauðaviðartrjánum sem er að finna Oregon-ríki í Bandaríkjunum Norður-Ameríku.

Samkvæmt frétt sem fréttaritari Bændablaðsins í San Francisco sendi fyrir skömmu hefur hópi plöntuerfðafræðinga, garðyrkjumanna og skógfræðinga tekist að klóna og rækta græðlinga af stubbum rauðaviðartrjáa, Sequoia sempervirens, sem voru felld á síðustu og þarsíðustu öld.

Trén fimm sem verið er að klóna og rækta voru sum hver um 3.000 ára gömul og rúmir 90 metrar að hæð og tíu metrar að þvermáli þegar þau voru felld.

Trén sem búið er að klóna voru valin með tilliti til stærðar og aldurs þeirra. Skógarhöggsmenn fyrr á tímum völdu yfirleitt stærstu og fallegustu trén til að fella þar sem þeir fengu mest fyrir þau. Á sama tíma var oft og tíðum verið að fella trén með besta erfðaefnið og eftir stóðu lakari einstaklingar.

Erfðaefnið sem notað var til að klóna trén fannst í lifandi vef í rótum trjánna og einstaka sinnum í lifandi rótarskotum eða greinum sem trén höfðu sent frá sér eftir að þau voru felld.

Auk þess sem erfðaefni til klónunar var tekið úr rauðaviðartré sem kallast General Sherman og er eitt af allra stærstu trjám í heimi í dag.

Búið er að gróðursetja 75 slíka græðlinga í Presidio þjóðgarðinum skammt frá San Francisco-borg þar sem þeir dafna vel. Eitt hundrað græðlingum hefur líka verið plantað í Cornwall á Bretlandseyjum í samvinnu við Eden-plöntugarðinn. Á næstu misserum stendur til að gróðursetja rauðaviðargræðlinga í að minnsta kosti níu öðrum löndum.

Trén sem um ræðir geta vaxið um allt að þrjá metra á ári og binda gríðarlega mikinn koltvísýring úr andrúmsloftinu á líftíma sínum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...