Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greyndist rangt. Um var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi.  Mynd / Karl Gunnarsson / Hafrannsóknastofnun.
Greyndist rangt. Um var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi. Mynd / Karl Gunnarsson / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 10. febrúar 2020

Klóblaðka er nýuppgötvaður rauðþörungur við Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega uppgötvuðu starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, ásamt vísindamönnum við Náttúru­gripasafnið í Lundúnum, áður óþekkta tegund rauðþörunga hér við land. Þörungurinn, sem hefur hlotið nafnið klóblaðka, er blaðlaga, getur orðið 30 til 40 sentímetra langur og 10 til 25 sentímetra breiður.

Í frétt á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að þörungurinn sé áberandi í fjörum, sérstaklega við Suðvesturland, en finnst einnig víða við vesturströndina, við Vestfirði og hefur fundist á einum stað við Norðurland. Þörungurinn fannst fyrst við Öndverðarnes, yst á Snæfellsnesi, um aldamótin 1900.

Þörungurinn var þá talinn tilheyra áður þekktri tegund. Það reyndist síðar rangt. Í ljós kom að hér var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi.

Tegundin hefur hlotið nafnið Schizymenia jonssonii á latínu til minningar um Sigurð Jónsson þörungafræðing og á íslensku er hún nefnd klóblaðka.

Karl Gunnarsson, þörungasérfræðingur Hafrannsókna­stofn­unar, segir að nú sé verið að skrásetja alla þörunga sem vaxa við Ísland og að við nánari skoðun á þessum þörungi hafi komið í ljós að um nýja tegund sé að ræða, eða öllu heldur tegund sem áður hafði verið rangt greind. Hann segir að við skráninguna hafi fundist tvær aðrar tegundir sem ekki hafi verið greindar hér við land áður. „Þær eru reyndar smáar og lifa inni í öðrum þörungum og þarf því ekki að koma á óvart að þær hafi ekki verið greindar áður.“

Fundurinn kemur á óvart

Norður-Atlantshafið er sennilega best þekkta svæði í heiminum hvað varðar grunnsævislífverur vegna langrar og samfelldrar sögu rannsókna á þörungum og dýrum á grunnsævi í Norður-Evrópu. Það kemur því verulega á óvart að svo stór og áberandi tegund sem klóblaðkan er skyldi hafa farið fram hjá rannsakendum og ekki uppgötvast um hvaða tegund var að ræða fyrr en nú.

Góður matþörungur

Erfðagreining leiddi í ljós að þörungurinn getur vaxið ýmist sem skorpa eða verið blaðlaga og er líklega um að ræða mismunandi ættliði í æxlunarferli tegundarinnar.

Þess má geta að klóblaðka er góður matþörungur og að í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar við Grindavík eru um þessar mundir í gangi tilraunir með ræktun klóblöðku til matar, í samvinnu við Hyndlu ehf.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...