Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kjúklingur, kalkúnn og súkkulaði
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. október 2019

Kjúklingur, kalkúnn og súkkulaði

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Kjúklingur er frábær fæða enda fara vinsældir hans sívaxandi. Kjúklingaréttir passa vel fyrir lífsstíl margra í dag, þar sem maturinn þarf að vera fljótlegur og hollur.  
 
Sérstaklega eru þeir hentugir þegar nýja haustgrænmetið er komið í verslanir og þá er lítið mál að slá upp hversdagsveislu. 
 
Ofnbökuð gljáð kjúklingalæri með nýjum hráum gulrótum
  • 600 g kjúklingalæri
  • 100 g nýjar gulrætur beint úr 
  • garðinum eða frá bónda
  • salt og pipar
Aðferð
Steikið lærin í ofni við 160–170 gráður í 35–40 mínútur eða grillið ef það er enn við höndina.
 
Gott er að bera lærin fram með fersku salati og steiktum kartöflu­bátum – og hráum gulrótum sem gott er að dýfa í sýrðan rjóma með kryddjurtum með ögn af sítrónusafa. Líka hægt að nota sem sósu með kjúklingnum.
 
Kalkúnabringur með maltgljáa og rósmarin
 
Ef margir eru í mat ætti að vera auðvelt að hægelda kalkúnabringu og svo brúna á grilli eða pönnu.
  • 1 heil kalkúnabringa
  • 1 lítil maltdós
  • 1 hvítlaukur
  • 1 grein rósmarín
  • 20 g púðursykur
  • 20 g sinnep
  • olía
  • salt og pipar
Aðferð
Blandið kryddleginum saman í poka; olíu, söxuðum hvítlauk, púðursykri, salti, pipar og sinnepi. Setjið til hliðar.
 
Færið kalkún í ofnfast fat og bakið við vægan hita þar til kjötmælir nær 65 gráðum, brúnið svo á pönnu eða undir grilli í ofni. Ef notað er grill skal grilla við vægan hita í um hálftíma eða þar til kalkúnninn er fulleldaður.
 
Penslið reglulega yfir kalkúninn með kryddleginum. 
 
Gott getur verið að krydda aðeins betur með salti og pipar.
 
Ef mikill safi lekur niður er gott að setja álpappír undir kalkúninn svo kvikni ekki í veislunni.
 
Súkkulaðikaka í formi
  • 200 g dökkt hágæðasúkk­ulaði
  • 1 egg
  • 3 eggja- rauður
  • 175 g smjör
  • 40 g sykur
Saxið súkkulaðið og hitið við vægan hita í örbylgjuofni eða yfir vatns­baði. Bætið bræddu smjöri við og hrærið saman við einu eggi og svo einni rauðu ásamt sykri.
 
Bakið til dæmis í sílikon­formi eða formi með smjörpappír við 180 gráður í 6–7 mínútur. 
 
Gott að reiða fram með súkku­laði­sósu og jafnvel vanillu­ís og íslenskum berjum eða þeyttum rjóma (stundum þarf að kæla súkkulaðið til að ná því úr forminu).
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...