Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Flytja þurfti alla kjúklinga úr Grindavík þegar bærinn var rýmdur fyrir rúmu ári síðan.
Flytja þurfti alla kjúklinga úr Grindavík þegar bærinn var rýmdur fyrir rúmu ári síðan.
Mynd / ál
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða hlé. Starfsemin stöðvaðist í kjölfar jarðhræringa.

Svanur Ingi Sigurðsson leigir Reykjagarði kjúklingahúsin og sér um eldið fyrir þeirra hönd. Hann segir að fyrsti hópurinn hafi verið sendur í sláturhús síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið í eldi frá því um miðjan október. Þá stendur til að tveir eldishópar fari í slátrun í næstu viku.

Hefur þurft að nota varaafl

Eldið hefur að mestu gengið vel eftir að starfsemin var endurvakin. Rafmagnið fór hins vegar af í rúman sólahring og var allur vélbúnaður knúinn áfram af varaafli á meðan. Þá brást hitaveitan í nokkra klukkutíma og þurfti að kynda húsin með varaofnum.

Þegar Grindavík var rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári voru fuglar í húsunum. „12. nóvember þurftum við að fara hér inn í bæinn með samþykki dýralækna og lögreglustjóra á Suðurnesjum til þess að koma fuglunum í burtu,“ segir Svanur. Allir fuglarnir fóru að Ásmundarstöðum í Ásahreppi og stóðu kjúklingahúsin í Grindavík tóm þangað til í október. Á hverjum tíma geta verið fimmtán til sextán þúsund fuglar í eldi hjá Svani.

Húsin skekktust í látunum

„Það er allt í lagi ef það gýs ef það kemur ekkert nálægt þessu dæmi,“ segir Svanur, en kjúklingabúið er innan varnargarða. Ef hraunstreymið fer í átt að bænum gæti þurft að rýma kjúklingahúsin aftur. Hann segir að rýming sé hörkuvinna en ekkert ólíkt því og þegar kjúklingunum er safnað saman í búr til að aka með þá í sláturhús.

Húsnæðið varð fyrir nokkru tjóni í jarðhræringunum og hefur hann nýtt undanfarna mánuði til að koma öllu í stand. „Það sprungu gólf og skekktust aðeins húsin í þessum látum þannig að hurðir voru stífar og sumar opnuðust ekki,“ segir hann. Svanur hefur jafnframt sett stærri eldsneytistank á ljósavélina til þess að geta knúið húsin á varaafli í minnst viku ef eitthvað kemur upp á.

Skylt efni: kjúklingabú | Grindavík

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...