Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kjúkingaborgarar með tómatyndi og hakkbollur
Matarkrókurinn 17. júlí 2014

Kjúkingaborgarar með tómatyndi og hakkbollur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Kjúklingaborgarar með „tómatyndi“ (e. relish) eru flottir á grillið eða á grilli pönnu. Þegar fólk fer að nota tómatyndi á hamborgara er erfitt að snúa aftur í vegabúllu­majóneshamborgarasósuna.Og ef fólk notar gróft brauð ætti samviskan ekki að skemma fyrir þessum bragðgóða borgara.

Í þennan rétt er hægt fara 4 stk. úrbeinuð kjúklingalæri, gott að slá létt með buffhamri og fylla með osti, það er bæði hægt að nota skinnið eða sleppa því ef fólk vill hollari rétt.

Tómatyndi

Hráefni:

2 saxaðir  plómutómatar
1 stk. saxaður rauðlaukur
½ búnt söxuð steinselja
1 jalapeno-pipar, fræhreinsaður og saxaður
1 matskeið gott edik
½ tsk.  kóríanderfræ mulin
½ tsk.  sinnepsfræ
¼ tsk. salt
ferskur pipar úr kvörn

Aðferð

Hrærið saman í  skál, tómat, lauk, steinselju, jalapenopipar ,ediki, kóríander og sinnepsfræjum, salt og pipar.

Grillið  hamborgara á olíubornu grilli á miðlungsháum hita; Lokið grillinu og eldið þangað til ekki er lengur bleikur safi inni kjötinu og  hitamælir sýnir 85 °C, um 15 mínútur.

Raðið auka meðlæti að eigin vali, til dæmis salat, paprikur og ögn af sýrðum rjóma.

Tilvalið að hugsa um heilsuna og sleppa frönsku kartöflunum og skera kaldar bökunarkartöflur í svipaðar stærðir og frönsku kartöflurnar og krydda með ólífuolíu og límónusafa, og framreiða með lárperu og kóríander til að fá sumarbragð og ferskleika.

Hakkbollur úr alifuglakjöti

Hráefni:

450g alifuglahakk (hægt að taka kjúklinga­kjöt í matvinnsluvél)
2 stk. skalottlaukar
1 egg
½ dl heilhveitibrauð raspur
Extra virgin ólífuolía
Ögn af  hakkaðri  myntu
¼ tsk. salt
Ferskmalaður pipar

Aðferð

Blandið  saman egg, brauð rasp, myntu, salt og pipar. Bætið í kjúkling og blandið vel. Með blautum höndum skiptið hrærunni í fjórðunga og búið til  4 bollur. Pressið niður í kringlótt   form eða bolla og gott er að hafa plastfilmu eða poka yfir. Hver bolla á að vera um 1 cm þykkt. Setjið í kæli í allt að 4 klst. eða vefjið í plastfilmu og frystið í loftþéttum umbúðum í allt að 2 vikur.

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...