Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjötvinnsla B. Jensen hækkar verð á nautgripakjöti til bænda
Fréttir 26. janúar 2021

Kjötvinnsla B. Jensen hækkar verð á nautgripakjöti til bænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný verðskrá fyrir nautgripakjöt mun taka gildi hjá kjötvinnslu B. Jensen 1. febrúar næstkomandi.  Heilt yfir hækka allir flokkar hjá B. Jensen, utan bolakjöts N sem helst óbreytt.

Mest hækkar kýrkjöt K eða um 10-12% að jafnaði meðan aðrir flokkar hækka minna.  Í desember sl. aðlagaði B. Jensen verðskránna sína skv. tilkynningu frá fyrirtækinu að eftirspurn á markaði eftir t.d. dýrari bitum.  Þá var hún dregin í sundur, þar sem lökustu bitarnir voru lækkaðir og þeir bestu hækkaðir.

Hækkanirnar eru sem hér segir

  • UN <250 kg = 1,2% – 1,9% hækkun
  • UN >250 Kg = -1,2% – 1,6% hækkun
  • KU <200 kg = -4% – 6% hækkun
  • KU >200 kg = 4% – 6% hækkun
  • K <200 kg = 9 – 14% hækkun
  • K >200 kg = 9% – 12%% hækkun
  •  

Hækkanirnar eru heilt yfir alla flokka utan bolakjöts. Búið er að uppfæra núgildandi verðskrár sláturleyfishafa á naut.is. Hægt er að nálgast þær undir Markaðsmál & verðlistar á forsíðu naut.is eða með því að smella hér.

Skylt efni: verðlagsmál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...