Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Frá áburðartilraun bræðranna Ísaks og Loga Jökulssona, þar sem kjötmjöli og kúamykju er blandað saman til áburðargjafar.
Frá áburðartilraun bræðranna Ísaks og Loga Jökulssona, þar sem kjötmjöli og kúamykju er blandað saman til áburðargjafar.
Mynd / Ósabakki
Fréttir 9. desember 2024

Kjötmjöl verður hægt að nota sem áburð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kjötmjöl hefur verið formlega viðurkennt sem áburður með þeim skilyrðum að áður en hægt verður að dreifa því beint á ræktarlönd að vori verður að blanda því saman við tiltekin efni.

Jarle Reiersen.

Jarle Reiersen, deildarstjóri aukaafurða og aðfanga hjá Matvælastofnun, segir að með innleiðingu á Evrópureglugerð í sumar verði hægt að nýta kjötmjöl með íblöndunarefni sem áburð fyrir bændur án takmarkana.

Gjörbreytir möguleikunum til markaðssetningar

Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, sem framleiðir kjötmjöl úr sláturúrgangi og dýraleifum, segir að þetta gjörbreyti möguleikunum til markaðssetningar á kjötmjöli. „Við höfum séð í tilraunum að kjötmjölið getur virkað mjög vel sem áburðargjafi í bland við kúamykju. Með þessari breytingu sjáum við fyrir okkur að hægt sé að vinna kjötmjölið þannig að hægt verði að bera þetta á ræktarlönd sem áburð að vori til að uppskera af þeim um sumarið.“

Jarle segir að í Evrópureglugerðinni sé kveðið á um að ef kjötmjöl sé til dæmis blandað með 10 prósent kalki þá hefur það farið fram hjá endapunkti. „Þegar aukaafurðir hafa farið fram hjá endapunkti þá þýðir það að aukaafurðir hafa fengið nægilega meðhöndlun svo áhætta sem stafar af viðkomandi aukaafurð er orðin hverfandi.“

Þrjár mögulegar leiðir

„Til þess að fyrirtæki sem framleiðir kjötmjöl geti selt afurðir sem áburður, þarf fyrirtæki sértæka skráningu sem slíkt og sýna fram á verklag sem sé í samræmi við viðkomandi reglugerð. Að þessum skilyrðum uppfylltum ætti ekki að vera takmörkun á notkun kjötmjöls til áburðar innanlands,“ heldur Jarle áfram.

Hann segir að í raun sé hægt að velja á milli þriggja leiða til að gera kjötmjölið þannig hæft til áburðarnotkunar með íblöndun. „Það er hægt að nota 10 prósent af kalki, 10 prósent af ólífrænum áburði [mineralized fertilizers] eða 10 prósent af meðhöndlaðri mykju, sem er mykja sem hefur farið í hitameðhöndlun að minnsta kosti 70 gráður í að minnsta kosti 60 mínútur og, ef við á, einnig til minnkunar á grómyndandi bakteríum og eiturefnamyndun, þar sem þetta er skilgreint sem viðeigandi hætta.

Það er svo að sjálfsögðu okkar hlutverk hjá MAST að sjá til að lokaafurðin innihaldi nægt magn af viðurkenndum efnum svo endaafurð skilgreinist sem aukaafurð sem hafa náð endapunkti.

Hvaða aðferð fyrirtækin velja til að ná þessum endapunkti, er val þeirra,“ segir Jarle.

Skylt efni: áburður | kjötmjöl

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f