Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, bindur vonir við að í nánustu framtíð muni bændur nýta kjötmjölið í meira mæli til áburðar – til að mynda með því að blanda því saman við kúamykju sem nýlegar rannsóknir hafi sýnt fram á að geti verið jafngóður áburður og sá tilbúni innflutti.
Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, bindur vonir við að í nánustu framtíð muni bændur nýta kjötmjölið í meira mæli til áburðar – til að mynda með því að blanda því saman við kúamykju sem nýlegar rannsóknir hafi sýnt fram á að geti verið jafngóður áburður og sá tilbúni innflutti.
Mynd / smh
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsluferlinu í verksmiðjunni þannig að kalki eða kalksaltpétri verður blandað saman við kjötmjölið sem á að gera það betur hæft til áburðarnotkunar í landbúnaði á Íslandi.

Í dag er kjötmjöl framleitt í verksmiðjunni úr dýraleifum og sláturúrgangi, sem mest er notað til landgræðslu.

Ekki lengur aukaafurð dýra

Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar, segir að fyrirhugaðar séu breytingar á reglugerð þar sem gert sé ráð fyrir að leyfilegt verði að skilgreina kjötmjöl sem áburð með tilteknum skilyrðum um slíka íblöndun. Þannig hættir mjölið að vera flokkað sem aukaafurð dýra og uppfyllir skilyrði um að teljast til áburðar.

Hann segir hliðarafurð framleiðslunnar vera fitu sem nýtist sem orkugjafi í rekstri verksmiðjunnar auk þess sem hluti hennar sé seldur frá verksmiðjunni til lífdísilsframleiðslu. Hann segir að uppi séu stækkunaráform með það í huga að einnig verði hægt að vinna úr áhættuúrgangi í verksmiðjunni. Í dag er ekki heimilt að taka á móti heilum skrokkum af jórturdýrum.

Í Orkugerðinni í Flóanum er framleitt kjötmjöl.

Kvöðum aflétt af notkunarmöguleikum mjölsins

Hugmyndin er að gera vöruna að raunhæfum valkosti fyrir bændur, en með slíkri íblöndun verður aflétt þeim kvöðum sem nú hvíla á notkun á kjötmjölinu; að því verði að dreifa á ræktarlönd í síðasta lagi 1. desember ár hvert sé ætlunin að nytja þau næsta vor til beitar eða til fóðurframleiðslu.

Úrgangsmál í landbúnaði eru ofarlega á baugi þessi misseri en stjórnvöld hafa látið óátalið að dýraleifar séu urðaðar þrátt fyrir að slíkt sé bannað með lögum. Ólafur segir að kostnaðurinn við urðun dýraleifa og sláturúrgangs sé á bilinu 13 til 15 krónur á kílóið en hjá þeim kosti slík förgun 25 krónur á kílóið. Að mestu leyti kemur úrgangurinn sem berst Orkugerðinni frá kjötafurðastöðvum og kjötvinnslum á Suðurlandi sem eiga verksmiðjuna og hefur framleiðslan aukist talsvert á undanförnum árum vegna aukinna viðskipta við fleiri sláturhús og kjötvinnslur.

Á von á framleiðsluaukningu

Ólafur á von á því að magnið sem berst þeim til förgunar muni aukast jafnt og þétt eftir því sem stjórnvöld herði eftirlitið með förguninni og framfylgi þannig lögum.

Ólafur bindur vonir við að í nánustu framtíð muni bændur nýta kjötmjölið í meira mæli til áburðar – til að mynda með því að blanda því saman við kúamykju sem nýlegar rannsóknir hafi sýnt fram á að geti verið jafngóður áburður og sá tilbúni innflutti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f