Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi
Fréttir 10. desember 2014

Kjötmjöl nýtt til landgræðslu á Suðurlandi

Landgræðslan hefur að undanförnu verið að dreifa kjötmjöli á landgræðslusvæði í Bolholti í Rangárþingi ytra.  Kjötmjölið er unnið úr sláturúrgangi á Suðurlandi.

Framleiðandinn er Orkugerðin í Flóahreppi. Næringarefnainnihald kjötmjölsins er mjög gott og nýtist gróðri afar vel. Niturinnihald er um 8%. Dreift er um einu tonni af kjötmjöli á hektara sem þýðir um 80 kg N/ha. Kjötmjöl hentar vel til uppgræðslu því næringarefnin eru seinleyst og eru áhrif þess oft ekki að koma fram fyrr en á öðru ári eftir dreifinguna. Þetta þýðir að áhrif áburðargjafarinnar endast lengi og í mörgum tilfellum nægir ein svona dreifing til þess að koma gróðurframvindunni vel af stað. Það voru þeir Vigfús Vigfússon og Tómas Tómasson, starfsmenn Landgræðslunnar, sem óku tækjum og dreifðu kjötmjölinu í Bolholti.

Landið sem þarna var verið að dreifa kjötmjölinu á er ekki nýtt til beitar eða fóðurframleiðslu. Því er dreifing Landgræðslunnar svo seint á árinu ekki bundin af Evrópureglugerð um notkun á moltu og kjötmjöli á beitilönd eða lönd sem notuð eru til fóðurgerðar. Þar segir að ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu   má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. nóvember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Þó er heimilt að bera moltu og kjötmjöl að vori á land sem síðan er unnið til túnræktar, kornræktar eða til ræktunar einærra fóðurjurta, enda sé borið á landið áður en jarðvinnsla fer fram þannig að moltan eða kjötmjölið gangi niður í jarðveginn.

7 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f