Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi
Mynd / BGK
Fréttir 10. mars 2021

Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Franska ríkisstjórnin segir að borgarstjórinn í Lyon í Frakklandi, Grégory Doucet, móðgi franska slátrara og skaði heilsu barna með því að hafa kjötlausar skólamáltíðir í bænum. Landbúnaðarráðherra landsins, Julien Denormandie, er ómyrkur í máli eftir ákvörðunina og segir að binda verði enda á að setja hugmyndafræði á borð fyrir börnin, þau þurfi að fá sitt til að vaxa.

Innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, er einnig ósammála þessari stefnubreytingu og segir að mötuneyti í skólum sé í raun eini staðurinn fyrir mörg börn þar sem þau geta fengið kjöt og að ákvörðun bæjarstjórans í Lyon sé móðgun við franska bændur og slátrara.

Borgarstjórinn í Lyon, Doucet, vísar ásökununum á bug og segir að kórónuveirufaraldurinn og þörfin á að halda fjarlægð hafi gert það að verkum að ákvörðun um að hafa einfaldar máltíðir án kjöts sem allir gætu borðað hafi verið tekin. Hann bendir einnig á að matseðillinn innihaldi bæði fisk og vörur úr eggjum þannig að næringarinnihaldið sé enn gott fyrir börnin. Borgarstjórinn hefur áður vakið athygli fyrir ummæli sín og athafnir en hann fullyrti fyrir nokkrum árum að hjólreiðakeppnin Tour de France væri karlmannlegur og mengandi íþróttaviðburður sem ætti ekki heima í Lyon fyrr en forsvarsmenn hennar tækju ábyrgð á umhverfinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f