Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís. Fyrir liggur endurskoðun á lambakjötskafla Kjötbókarinnar, um efnainnihald til dæmis.
Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís. Fyrir liggur endurskoðun á lambakjötskafla Kjötbókarinnar, um efnainnihald til dæmis.
Mynd / smh
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 og svo endurútgefin í rafrænni útgáfu 2011 og er öllum er opin.

Í Kjötbókinni er að finna margvíslegar upplýsingar um kjötafurðirnar sem eru í framleiðslu á Íslandi; skrokkhluta, kjötmat, vinnslu og matreiðslu meðal annars. Óli Þór Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Matís, var ásamt þeim Guðjóni Þorkelssyni og Gunnþórunni Einarsdóttur í ritnefnd bókarinnar þegar hún var gefin út rafrænt. „Það hefur verið ákveðið að fara í vinnu við að uppfæra bakenda bókarinnar, sem sumir hverjir eru að verða ansi stirðir og laskaðir. Til dæmis eru upplýsingar undir lambakjötskaflanum um efnainnihald orðnar nokkuð gamlar. Í lok síðasta árs var skýrslan „Hlutfall kjöts, fitu og beina í lambakjöti“ til dæmis gefin út, sem gefur okkur alveg nýjar upplýsingar,“ segir Óli Þór.

„Þá er töflugrunnurinn í bókinni svo úreltur að það tekur því ekki að færa nýjar upplýsingar þar inn, heldur uppfæra hann í heild sinni,“ heldur Óli Þór áfram.

Hann segir að þar sem bókin sé á rafrænu formi þá sé hægt að fylgjast með innliti fólks inn í bókina. „Við höfum séð að síðastliðna 12 mánuði hafa verið 83.600 innlit, sem gerir að jafnaði 230 á sólarhring með hámarksaðsókn rétt fyrir jól upp á 400 innlit.“

Kjötbókin er sem fyrr segir öllum aðgengileg, en hún liggur á vefslóðinni www.kjotbokin.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...