Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Eva Margrét Jónudóttur, verkefnisstjóri hjá Matís, að störfum.
Eva Margrét Jónudóttur, verkefnisstjóri hjá Matís, að störfum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 8. janúar 2025

Kjöt af kornfóðruðum holdablendingum kom best út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í neytendakönnun, sem Matís stóð fyrir á kjötgæðum nautakjöts, líkaði neytendum best við nautakjöt af kornfóðruðum holdablendingum.

Enginn bragðmunur var en marktækur munur var á áferð á milli samanburðarhópa. Til grundvallar voru fóðurtilraunir með fjóra nautahópa, þar sem skoðuð eru áhrif á kjötgæði út frá annars vegar hlutfalli korns í fóðri og hins vegar nautgripakyni.

Áhrif mismunandi hlutfalls korns í heildarfóðri

Verkefnið heitir Áhrif fóðrunar á gæði kjöts af íslenskum holdanautum. Eva Margrét Jónudóttir, verkefnisstjóri hjá Matís, segir að tólf naut hafi verið í hverjum hópi og öll alin á sama bæ við sömu aðstæður, eða nánar til tekið í Hofstaðaseli í Skagafirði. Verkefnið eigi að svara því hvaða áhrif mismunandi hlutfall korns af heildarfóðri holdablendinga hafi á kjötgæði og markaðsstöðu þessa kjöts í samanburði við kjöt af ungneytum af íslenska kúakyninu. Hún segir að bráðabirgðaniðurstöður liggi fyrir en opin lokaskýrsla sé væntanleg í janúar á næsta ári. Gripirnir voru aldir þar til þeir náðu um 620–630 kílóum og þá slátrað. Eftir slátrun lágu þá fyrir upplýsingar um áhrif fóðrunar á vaxtarhraða, sláturaldur og kjötmat.

Kornfóður virtist koma betur út

Einn hópurinn var holdablendingshópur sem fékk ekkert korn, annar holdablendingshópurinn fékk 20% hlutfall korns í heildar þurrefnisáti, þriðji holdablendingshópurinn fékk 40% hlutfall korns í heildar þurrefnisáti og loks var hópur af nautum af íslenska kúakyninu sem fékk 20% kornhlutfall í heildar þurrefnisáti.

Eva segir að hópurinn af nautum af íslenska kúakyninu, sem fékk 20% kornhlutfall, hafi eingöngu verið borinn saman við holdablendingshópinn sem fékk 20% kornhlutfall. Holdablendingshóparnir hafi svo innbyrðis verið bornir saman. „Mest geðjaðist neytendum að áferð kjötsins af holdablendingunum sem fengu 20% og 40% hlutfalls korns og var marktækur munur á milli hópa.

Greindu neytendur mun á milli allra hópa nema á milli 20% og 40% hópa holdablendinga.

Meiri einstaklingsbreytileiki var greindur innan hóps íslenska kúakynsins heldur en hjá holdablendingum. Það kemur ekki á óvart þar sem erfðafjölbreytileiki er meiri hjá íslenska kúakyninu,“ segir Eva.

Mesta fitusprengingin hjá kornfóðruðum holdablendingum

Að sögn Evu kom í ljós að hlutfall fitu jókst með vaxandi korngjöf hjá holdablendingum, sem sé í takti við aðrar rannsóknir. Fitusýrugreining var einnig í takt við aðrar rannsóknir en þar mátti sjá örlítið hærra hlutfall af mettuðum fitusýrum með aukinni korngjöf og þá sömuleiðis hærra hlutfall af fjölómettuðum fitusýrum hjá þeim hópi sem aðeins fékk gróffóður. „Fitusprenging með sjónmati var sambærileg hjá 20% og 40% holdablendingahópunum en aðeins minni hjá 0% hópnum og íslensku nautunum sem fengu 20% korn.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Sel ehf., Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Íslandsnaut frá ferskum kjötvörum, Kjötafurðastöð KS og Landbúnaðarháskóli Íslands. Verkefnið er styrkt af Matvælasjóði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...