Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjörskrár verða aðgengilegar á Bændatorgi frá 15. febrúar
Fréttir 16. febrúar 2016

Kjörskrár verða aðgengilegar á Bændatorgi frá 15. febrúar

Nú standa yfir viðræður á milli fulltrúa ríkis og bænda um nýja búvörusamninga. Á næstu vikum er stefnt að undirskrift þeirra en í kjölfarið verður atkvæðagreiðsla á meðal bænda. 
 
Atkvæðagreiðslan verður rafræn en póstkosning í boði fyrir þá sem óska. Áður en til kosninga kemur er mikilvægt að bændur gangi úr skugga um að þeir séu á kjörskrá.
 
Kjörskrár fyrir kosningar um nýja búvörusamninga fyrir sauðfjárafurðir annars vegar og nautgriparækt hins vegar verða aðgengilegar á Bændatorginu frá og með 15. febrúar.  Allir sem hafa aðgang að því geta frá og með þeim tíma skoðað hvort þeir eru á kjörskrá. Bændatorgið er aðgengilegt frá heimasíðu BÍ, www.bondi.is. Þeir sem ekki hafa nú þegar aðgang að því geta stofnað aðgang með nýskráningu í gegnum www.island.is. Fyrirspurnum um kjörskrár er einnig hægt að beina til Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda eða Landssambands kúabænda.  
 
Á kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um nýjan samning um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar eru þeir sem fengu einhvers konar greiðslur úr samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gripagreiðslur og gæðastýringargreiðslur. Að auki eru á kjörskrá þeir sem koma að viðkomandi rekstri og eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri, t.d. makar eða aðrir meðeigendur. 
 
Um sauðfjársamning hafa atkvæðisrétt allir sem fengu greiðslur úr sauðfjársamningi á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gæðastýringarálag, vaxta- og geymslugjald, ullarniðurgreiðslur, svæðisbundnar greiðslur og greiðslur skv. 64 ára reglu. Einnig aðilar sem koma að viðkomandi rekstri og eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri, t.d. makar eða aðrir meðeigendur.
 
Félagsaðild miðast við 22. febrúar 2016. Þeir sem telja sig eiga að vera á kjörskrá samkvæmt ofangreindu en birtast þar ekki geta sent erindi þess efnis ásamt rökstuðningi til kjörstjórnar kosninganna. Í kjörstjórn sitja: Erna Bjarnadóttir (eb@bondi.is), Baldur Helgi Benjamínsson (bhb@naut.is) og Svavar Halldórsson (svavar.halldorsson@bondi.is). 
 
Kærufrestur er til 27. febrúar 2016. Áformað er að kosning um samningana fari fram rafrænt í gegnum Bændatorgið. Póstkosning er í boði fyrir þá sem þess óska. Óskum um póstatkvæði þarf að koma til Bændasamtaka Íslands (sími 563-0300) eða til kjörstjórnar fyrir 27. febrúar nk.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f