Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Agner Francisco Kofoed-Hansen.
Agner Francisco Kofoed-Hansen.
Fréttir 18. júní 2014

Kjarr verður skógur

Skógræktarfélag Reykjavíkur ásamt Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélagi Íslands og Landgræðslu ríkisins standa að gerð minnisvarða í skógarlundi í Heiðmörk í virðingarskyni við starf fyrsta skógræktarstjóra landsins, Agner Francisco Kofoed-Hansen en hann vann ötullega að skógrækt og sandgræðslu á Íslandi.

Minnisvarðinn verður afhjúpaður þann 18. júní  2014 kl. 17.00 í Heiðmörk.

Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, hafði óbilandi trú á skógrækt til að vinna gegn umfangsmikilli landeyðingu í upphafi síðustu aldar. Hann vann að því að sett yrðu lög um skógrækt og voru þau samþykkt á Alþingi haustið 1907. Fyrsti skógræktarstjóri Íslands, Agner Francisco Kofoed-Hansen, var ráðinn til starfa ári síðar og starfaði til 1935.

Fyrirmyndin að gagnsemi skógræktar til að takast á við sandfok og landeyðingu var sótt til Danmerkur. Þar hafði mikill árangur náðst við að stemma stigu við landeyðingu á jósku heiðunum. Danir höfðu frumkvæði að því að efla áhuga Íslendinga á skógrækt og sandgræðslu.

A. F. Kofoed- Hansen fæddist í Danmörku 1869. Hann var skógfræðingur að mennt og hafði mikla reynslu í stjórnun ræktunarframkvæmda bæði í Svíþjóð og Rússlandi. Hann var skipaður skógræktarstjóri í byrjun árs 1908. Ekki höfðu allir jafn mikla trú á þýðingu skógræktar og Hannes Hafstein og sýndi A.F. Kofoed-Hansen mikla þolinmæði og þrautseigju við að efla skilning á þýðingu þess að vernda og auka umfang skóga í landinu. Meginstefið í starfi hans var friðun og verndun birkiskóga sem voru í mikilli afturför þegar hann tók við starfi. Einkunnarorð sem hann starfaði eftir lýsa þessu vel en þau voru: „Verndaðu vel og rétt kjarrið sem til er og það mun þroskast og verða skógur meðan þú sefur.“

Agner Francisco Kofoed-Hansen lést í Reykjavík 7. júní 1957.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...