Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Miðað við æskufjörið sem hljóp í tvo gamalreynda garðyrkjumenn, þá Kristján Þorvaldsson, Stjána í Garðverki og Begga, Bergsvein Þórsson, hjá Skógræktarfélaginu, sem unnu að hönnun og uppsetningu og vígðu svæðið, má ætla að gleði muni ríkja í Kjarnaklass til framtíðar.
Miðað við æskufjörið sem hljóp í tvo gamalreynda garðyrkjumenn, þá Kristján Þorvaldsson, Stjána í Garðverki og Begga, Bergsvein Þórsson, hjá Skógræktarfélaginu, sem unnu að hönnun og uppsetningu og vígðu svæðið, má ætla að gleði muni ríkja í Kjarnaklass til framtíðar.
Mynd / Facebooksíða Skógræktarfélags Eyfirðinga
Líf og starf 15. júní 2022

Kjarnaklass í Kjarnaskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Kjarnaklass er eitt af þeim verkefnum sem við vinnum að í Kjarnaskógi, grunnurinn klár og eitt tæki komið niður, við fáum svo fleiri eftir efnahag,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Hann bætir við að Kjarnaskógur, með öllum sínum lýðheilsumannvirkjum, sé ein stærsta líkamsræktarstöð landsins.

Upphífingartæki og bekkpressa í bland við tré

Fyrsta líkamsræktartækið er komið upp á Kjarnaklass vellinum sem er að rísa rétt við snyrtingarnar í Kjarnakoti. Um er að ræða öflugt upphífingartæki, en Ingólfur segir að til standa að bæta við allt að 10 minni tækjum til vibótar, sem og bekkjum og aðstöðu fyrir hópa að safnast saman, t.d. fyrir ferð um skóginn eða til að teygja á eftir túrinn.

„Við vonumst til að Kjarnaklass virki bæði sem sjálfstæð eining og einnig sem ein stöð af mörgum í skóginum þannig að fólk geti gengið, hjólað, faðmað tré, skellt sér í bekkpressu, teygt og slakað í einni og sömu heilsubótargöngunni,“ segir Ingólfur. Fjölmörg verkefni eru fram undan í sumar líkt og vanalega. Ingólfur nefnir að um þessar mundir sé vinna að hefjast við endurbyggingu á Kjarnavelli, en völlurinn er eitt af þremur leiksvæðum Kjarnaskógar.

„Við setjum þar upp sérstakt svæði sem hentar ungum börnum og leggjum einnig upp með að svæðið nýtist á veturna með tengingu við sleðabrekku. Á þessu svæði munu tröllið og geiturnar þrjá búa,“ segir hann. Átak verður gert í viðhaldi stíga, grisjun skógarreita og þá sérstaklega meðfram stígum til að rýma fyrir nýjum snjótroðara sem tekinn verður í gagnið næsta vetur. Reist verður skýli yfir sög og snjótroðara í sumar.

Afmælisár í Miðhálsskógi

Skógræktarfélagið hefur einnig umsjón með fjölda reita í Eyjafirði, Vaðlareit, Laugalandsskógi, Leynishólum og Hánefsstaðareit og verður unnið við alla þessa reiti á komandi sumri.

Miðhálsskógur í Hörgársveit á afmæli í ár og verður haldið upp á það, en Ingólfur segir að skógargöngur og ýmsir aðrir viðburðir verði í boði í sumar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f