Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kisuvettlingar
Hannyrðahornið 27. júní 2016

Kisuvettlingar

Höfundur: Guðrún María
Vettlinga með þessu munstri prjónaði hin færeyska móðir mín á okkur börnin og síðar barnabörnin.  
 
Kisuandlitin voru ýmist einlit eða hver röð í hvort í sínum lit. Öll brosum við þegar við sjáum vettlinga með þessu munstri og munum eftir öllum vettlingunum sem mamma/amma prjónaði. 
 
Garn: 
Navia Trio (fæst hjá Handverkskúnst).
Aðallitur: 1 dokka.
Munsturlitur: 1 dokka.
Vettlingarnir á myndinni eru sinnepsgulir og dökkbláir
 
Prjónar: 
Sokkaprjónar nr 3,5mm og 4,5mm.
 
Prjónafesta:
20 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni.
 
Aðferð:
Fitjið upp 36 lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 tengið í hring og prjónið stroff, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 5 sm. Skiptið yfir á prjóna nr 4,5 og prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 4 lykkjur = 40 lykkjur. Bætið við munsturlit og prjónið eftir teikningu. ATH: þegar kemur að lykkjur merktri M í umferð 9, setjið þá prjónamerki sitthvoru megin við hana. Þetta er fyrsta lykkja í þumli og er aukið út sitthvoru megin við hana í annarri hverri umferð alls 5 sinnum = 11 lykkjur á milli prjónamerkjanna. Umferð 19: setjið þumallykkjurnar á þráð/nælu og fitjið upp 1 lykkju = 40 lykkjur aftur á prjónunum. Klárið vettlinginn eftir teikningu, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
 
Þumall: Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á sokkaprjóna nr. 4,5, samtals 11 lykkjur, takið upp 4-5 lykkjur = 15-16 lykkjur á þumli. Prjónið slétt með aðallit þar til þumallinn mælist um það bil 4,5 sm.
Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman næstu tvær umferðir. Klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið að.
 
Frágangur:
Gangið frá endum, þvoið vettlingana í höndum eða á ullarprógrammi í þvottavél og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja,
Guðrún María           
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...