Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kínverjar reisa risabú í svínarækt
Fréttir 19. júní 2015

Kínverjar reisa risabú í svínarækt

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fulltrúar alþjóðlega fyrirtækisins Alltech undirrituðu þann 21. maí viljayfirlýsingu (memor­andum of understanding) við fulltrúa kínverska landbúnaðar­þróunarfyrirtækisins Jiangsu Guo Ming um samvinnu við að koma á fót nýju risastóru svínabúi í Kína.

Í fréttatilkynningu Alltech segir að til að byrja með sé ráðgert að í svínabúinu verði 5.000 gyltur. Í öðrum áfanga er ráðgert að stækka búið enn frekar og vera þar einnig með sláturhús. Markmiðið er einnig að búið verði laust við notkun fúkkalyfja sem nú tröllríða kjötframleiðslu víða um heim. Einnig að búið verði umhverfisvænna en þekkist víða í risabúum í svínarækt og að það verði eins tæknilega fullkomið og hagkvæmt og mögulegt er.

Samstarf sex fyrirtækja

Að þróun þessa verkefnis Jiangsu Guo Ming Agricultural Development Company hafa komið fimm önnur fyrirtæki. Alltech mun leggja til lausnir er varða næringu svínanna, Big Dutchman og Betco munu sjá um hönnun, byggingar og tækjabúnað, PIC mun sjá um erfðafræðihlutann og Pipestone mun bjóða fram stjórnunarteymi.

Ætlað að verða fyrirmynd

Í frétt um málið segir að svínaræktin í Kína sé nú óðum að hverfa frá litlum og dreifðum smábúum yfir í samsteypur og risabú. Sagt er að mikil tækifæri séu í aukinni svínarækt í Kína.  Þá er greint frá því að Jiangsu Guo Ming-búið stefni að því að vera eins vistvænt og sjálfbært og mögulegt er og með háan gæðastaðal hvað varðar dýravelferð. Einnig er gert ráð fyrir að öll vinnslan verði rekjanleg allt frá fóðri dýranna til lokaframleiðslu. Reiknað er með að þetta bú geti orðið fyrirmynd að endurnýjun í landbúnaði í Kína.

Skylt efni: Svínarækt | Kína

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...