Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Pétur Steingrímsson, göngufélagi Svavars Steingrímssonar, tók þessar skemmtilegu myndir af honum og kindunum, sem hann á þó ekkert í. Hann hefur bara svo gaman af þeim og þær hafa greinilega gaman af honum líka.
Mynd / Pétur Steingrímsson
Fréttir 22. október 2020

Kindurnar hlýða bara kalli Svavars, 84 ára göngugarps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eins og margir vita þá eru alltaf nokkrar kindur með lömbum í Heimakletti í Vestmannaeyjum sem áhugabændur eiga.  Um er að ræða útigangskindur, sem una hag sínum vel á klettinum. 

Svavar Steingrímsson, sem er 84 ára, er eldhress Vestamannaeyingur, sem gengur nánast á hverjum degi upp á Heimaklett sér til ánægju og yndisauka til að heilsa upp á kindurnar. Hann er alltaf með brauð í poka og það líkar þeim vel. Kindurnar, sem eru um 45, eru flestar styggar og ekki mikið gefnar fyrir fólk á klettinum en öðru gegnir um Svavar, það er nóg að hann flauti einu sinni eða tvisvar út í loftið og þá koma þær hlaupandi úr öllum áttum til hans og hópast í kringum hann til að fá brauðmola. 

Það hefur margoft sýnt sig að ef einhverjir aðrir flauta og þótt þeir séu með brauð með sér, þá láta kindurnar sér fátt um finnast og sýna engin viðbrögð, þær koma bara ef Svavar flautar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...