Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ferðalangar skilja bíla sína eftir beggja vegna við Þjóðveg 1 á meðan þeir líta á flugvélaflak og hefur þar skapast hættuástand sem brýnt er að bregðast við.
Ferðalangar skilja bíla sína eftir beggja vegna við Þjóðveg 1 á meðan þeir líta á flugvélaflak og hefur þar skapast hættuástand sem brýnt er að bregðast við.
Mynd / /Sigurður Karl Hjálmarsson
Fréttir 19. ágúst 2016

Kindur valsa um þjóðveginn með tilheyrandi hættu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Öryggissvæði við þjóðveginn á að vera laust við öll þessi atriði, kindur, bílastæði og traktorshræ. Þetta er ólíðandi,“ segir Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu og formaður Samtaka ungra bænda. Hann vísar til þess að hafa á leið sinni að heiman, til Víkur í Mýrdal, um 24 kílómetra leið, talið einn morguninn 27 kindur inni á vegstæði á þjóðvegi 1 eða meira en eina kind á hvern kílómetra. 
 
Þetta er ekki boðlegt
 
Einar Freyr Elínarson.
Einar Freyr skrifaði færslu á Facebook-síðu sína um málið og segir viðbrögð ekki hafa látið á sér standa. Fjöldi manns hafi verið sér sammála um að ástandið væri verulega slæmt. Kveðst hann hafa fengið þær skýringar frá Vegagerð, sem umsjón hefur með viðhaldi girðinga við þjóðveginn, að skipulagsleysi sé um að kenna, sá sem sá um þennan verkþátt hafi hætt störfum og þeim sem tók við tilkynnt um málið þegar búið var að raða niður verkefnum sumarsins. „Þessi mál hafa fram til þessa verið til fyrirmyndar í Mýrdalnum, en er verulega ábótavant núna, girðingar halda ekki sauðfé sem gengur sem aldrei fyrr inn á þjóðveginn með tilheyrandi hættu,“ segir Einar Freyr. „Mér finnst þetta hvorki boðlegt sem ökumanni né sem sauðfjárbónda,“ segir hann og bætir við að ekið hafi verið á lamb frá nágrannabæ á dögunum, afleitt sé að missa skepnur með þessum hætti en mildi þegar ekki verða slys á fólki. Mýrdalshreppur er með fjölsóttustu sveitarfélögum landsins „og það verður að bregðast við því með öflugri hætti af hálfu Vegagerðarinnar heldur en er raunin í dag, því viðbrögðin eru satt að segja daufleg.“
 
 
Hættuástand við þjóðveg 1
 
Einar nefnir einnig að skammt frá bænum sé afleggjari niður að gömlu flugvélaflaki, en landeigendur sáu sig knúna til að loka slóðanum fyrir bílaumferð vegna slæmrar umgengni og utanvegaaksturs. Það fæli áhugasama ferðalanga þó ekki frá því að staldra við og ganga niður að flakinu, en það gera hundruð manna á hverjum degi og er það bara hið ágætasta mál en sá böggull fylgir skammrifi að á meðan gengið er að flakinu eru bílar skildir eftir í vegstæðinu, beggja vegna vegar. Skammt frá hefur Zetor-traktor staðið í vegkanti, hreyfingarlaus, í margar vikur. 
 
„Þetta er afleitt. Hér hefur skapast hættuástand og það verður að grípa í taumana áður en verður stórslys. Því miður er sú hætta fyrir hendi. Við þessu ástandi er hægt að bregðast án mikils tilkostnaðar og það verður að gera það strax,“ segir Einar Freyr. „Þessi sofandaháttur gengur ekki lengur. Nú þarf að láta verkin tala.“
 
3.500 bíla umferð á dag
 
Einar bendir á að umferð hafi aukist gríðarlega í takt við aukinn fjölda ferðamanna, nú fari til að mynda um 3.500 bílar um Reynisfjall á sólarhring að sumarlagi en voru fyrir fáum árum um 1.700. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...